Byltingarstjórnin upp við vegg

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. komst til valda vegna búsáhaldabyltingarinnar. Með réttu eða röngu tókst að skilgreina ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem óvin almennings. Þegar þingmenn þurftu lögreglufylgd inn um bakdyr þingsins voru dagar hrunstjórnarinnar taldir. Á föstudag við þingsetningu urðu þingmenn enn að forða sér á hlaupum.

Byltingarstjórnin hafði uppi stór loforð um skjaldborg fyrir heimilin, endurreisn atvinnulífs og uppgjör við hrunið.

Eftir setu í hálft annað ár er fátt sem ríkisstjórnin getur státað af  sem framlag ríkisstjórnarinnar til endurreisnar Íslands eftir hrun. Kreppan hefur ekki orðið eins djúp og spár gerðu ráð fyrir þrátt fyrir ríkisstjórnina fremur en vegna stjórnvaldsaðgerða. Stjórnarandstaðan og forsetinn tóku völdin af ríkisstjórninni í Icesave-málinu og forðuðu okkur frá ósanngjörnum málalokum.

Krafa um kosningar verður hávær í haust.


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi byltingin komum á lýðræði!

Allir á Austurvöll i dag!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband