Sunnudagur, 3. október 2010
Þýskaland gæti sagt upp evrunni
Stiglitz er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og var um tíma aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Hann varar við því að spákaupmenn muni næst ráðast á Spán sem er eitt af stærri þjóðarhagkerfum Evrópusambandsins.
Evran þjónar ekki hagsmunum þeirra ríkja sem glíma við viðskiptahalla og skuldir. ,,Þjóðir sem deila sameiginlegum gjaldmiðli gefa frá sér sveigjanleika til að takast á við efnahagslægðir," er haft eftir Stiglitz í Telegraph.
Vegna stöðu ríkja eins og Írlands, Portúgal og Grikklands verður þrýstingur á evruna ef til vill meiri en myntsvæðið þolir. Stiglitz telur að jafnvel komi til greina að Þýskaland segi sig úr evru-samstarfinu og taki upp þýska markið. Í því tilviki myndi evran falla til samræmis við þarfir ríkja með stóran viðskiptahalla og veika samkeppnisstöðu.
(Textinn er af vef Heimssýnar)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.