Stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins

Híróshíma-mistök Sjálfstæðisflokksins voru að leyfa varaformanni flokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að mynda samstjórn með vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vorið 2007. Báðar eru þær auðspilltar og ístöðulitlar, önnur var um árabili ESB-sinni án þess að þora að viðurkenna það og hin gaf Jóni Ásgeiri og Baugsveldin pólitískt lögmæti löngu eftir að alþjóð var ljós glæpahneigðin.

Eftir kosningar 2007 voru aðrir kostir í stöðunni, samstjórn með Vg, að vísu með naumum meirihluta, en bæði voru Frjálslyndir og Framsókn sem gátu orðið þriðja hjólið.

Samfylkingin hafði aldrei áður verið í stjórn. Með því að leiða til öndvegis leiguþý auðmanna skrifaði forysta Sjálfstæðisflokksins undir sinn pólitíska dauðadóm. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar. Ég vissi ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið gegnum árin laus við auðmenn og greiðslur frá þeim. Það er gott að málsmetandi maður kveði loks upp úr að FLokkurinn er algerlega laus við að hafa verið leiguþý auðmanna og vanræksla ráðherra hans í aðdraganda hrunsins hafi ekki verið þeim að kenna heldur Samfylkingunni.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Auðmenn fyrir útrás, Ómar, voru skátar í samanburði við Jón Ásgeir et. al.

Páll Vilhjálmsson, 29.9.2010 kl. 20:41

3 identicon

Ekki snúa þessu á haus. Spurningin var ekki um auðmennina, heldur leiguþýin. Nýungin hjá þér var að hreinsa SjalfstæðisFLokkinn. Mér fannst það afrek út af fyrir sig sem mætti vel nefna í kommenti.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, við erum sammála, þér finnst bara erfitt að viðurkenna það.

Páll Vilhjálmsson, 29.9.2010 kl. 20:56

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ómar, ég tel, að Páll hafi verið full fljótfær við ritun þessarrar færslu ( enda nóg að gera) og gleymt að geta fleiri manna innan Sjálfstæðisflokksins (en ÞKG) , sem fluttu peninga í sjóði flokksins, en þeim fjármunum mun hafa verið skilað aftur. Samfylkingin mun hafa þegið álíka mikið fé af peningamönnum, en því verið dreift á margar kennitölur!

Kv.,KPG.

P.s.:ÞKG flutti ekki fé í flokkssjóð,  svo að vitað sé ? Hennar gerðir voru af öðrum toga.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 29.9.2010 kl. 20:59

6 identicon

Þetta var svona einhvers konar Tony Blair pólitík.

Kostuð á heilli samfylkingu af kennitölum. ...

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:45

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég varð æfur af reiði þegar stjórnin var mynduð.

Ég sá, að þar með yrði ekkert gert til að stöðva fjölmiðlaeigendur og áróðusrvaka.

Því miður reyndist ég réttspár, svo sem í öðrum málum svo sem um´,,ólögin sem felldu þjoðina"  Verðtryggingu, Kvótalög og svo EES samning um ,,fjórfrelsið".

Það frelsi varð að helsi nánast heillar þjóðar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.9.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband