Miðvikudagur, 29. september 2010
Forysta Vg fær tilkynningu um uppreisn
Félagsmenn Vg muna svik forystu flokksins 16. júlí 2009 þegar þvert á kosningastefnuskrá og margítrekaðar yfirlýsingar um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins fékk þingsályktunartillaga Össurar Skarphéðinssonar um aðildarumsókn framgang alþingi með tilstyrk þingmanna Vg.
Úthreinsun á mánudag á aðalfundi Vg í Reykjavík á handvöldu liði svikaranna er til marks um að þolinmæðin sé að bresta.
Salurinn hafnaði kerfisbundið þeim sem forystan mæltist til að fundurinn kysi. Hér er ekkert flókið eða margþætt heldur skýr og kröftug tilkynning um að sjái forystan ekki að sér og bæti fyrir skaðann frá 16. júlí í fyrra verður uppreisn í Vg.
Flókin blanda margþættra átaka hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hefur ekkert með ESB eða AGS að gera.
Hér er ekkert flókið á ferðinni. Lilja Mósesdóttir og fylgismenn eru að fylkja liði til að hafa það í hendi sér hvaða fulltrúar verða sendir á landsfund VG.
Lilja ætlar sér í formanninn á móti Steingrími.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 12:45
Ef þessi fullyrðing er rétt að Lilja ætlar í formanninn þá held ég nú bara að hægt sé að bjarga VG. Lilja myndi án efa standa sig þokkalega í þeirri stöðu.
Þó deila má um aðferðir og réttmæli þeirra þá er það því miður stundum besta leiðin að koma sér upp fylgiliði á réttum stöðum. Það sé þó alltaf umdeild og erfið leið en að vinna frekar í að sannfæra þá fulltrúa sem fyrir eru.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 29.9.2010 kl. 13:23
Hvað hefurðu fyrir þér í því að Lilja Mós ætli í formanninn geng Steingrími?
Skúli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 18:20
Mér finnst undarleg þöggun í kringum þátt Lilju í sjónvarpinu hjá Þórhalli. Hún talaði í fyrirsögnum en samt segir enginn neitt.
elvar eyvindsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.