Þriðjudagur, 28. september 2010
Fréttablaðið ,,týndi" óákveðnum
Fréttablaðið birti í morgun niðurstöður könnunar sem blaðið sjálft gerði um afstöðu fólks til þess að draga tilbaka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blaðið segist hafa fengið góðar heimtur hjá þeim sem voru spurðir, eða tæp 90 prósent. Þá skiptir blaðið svörum niður á stuðningsmenn stjórnmálaflokka.
Í gær var Fréttblaðið með niðurstöður um fylgi við stjórnmálaflokka og sagði að aðeins rétt rúmur helmingur hafi viljað gefa upp afstöðu sína til stjórnmálaflokka.
Stóra málið í gær hjá Fréttablaðinu var að tæpur helmingur kjósenda gæfi ekki upp afstöðu sína. Í dag eru þessir óákveðnu kjósendur ekki til, þeir eru týndir.
Fréttablaðið er tilbúið að ganga nokkuð langt til að fegra málstað aðildarsinna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.