Húmor Sigurðar G.

,,Þetta eru bara venjulegir launasamningar," segir Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur um launakröfur sem hann rukkar þrotabú Landsbankans fyrir nokkra starfsmenn sem ábyggilega bera enga ábyrgð á hruni bankans.

Sigurður man ekki fjárhæðir launakrafna en viðurkennir að einhverjar hlaupi á tugum milljóna króna.

Launasamningar upp á tugmilljónir króna er sem sagt fremur hversdags. Líklega er Sigurður á prósentum hjá bankamönnunum.


mbl.is Bankamenn leggja fram kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

,,Þetta eru bara venjulegir launasamningar," segir Sigurður G. Guðjónsson. Sigurður man ekki fjárhæðir launakrafna en viðurkennir að einhverjar hlaupi á tugum milljóna króna. Ef þetta eru "venjulegir" launasamningar hljóta launþegarnir að hafa haft nokkurra áratuga uppsagnarfrest sem þeir eru nú að reyna að fá borgaða. Að öðrum kosti getur ekki verið um að ræða "venjulega" launasamninga, ég þekki slíka samninga nefnilega mjög vel ...er reyndar á einum slíkum.

corvus corax, 27.9.2010 kl. 12:50

2 identicon

Þeir virðast a.m.k. hafa efni á "góðum" lögfræðingi! En í forbifarten: Helv... var Þorvaldur Lúðvík kjarnyrtur í Silfri Egils í gær.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband