Aðildarsinnar harma mistök Össurar

Össur Skarphéðinsson ber stærstu ábyrgðina á ótímabærri umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var illa undirbúin og keyrð áfram með ofstopa. Aðildarsinnar eru smátt og smátt að vakna til vitundar um mistök Össurar, sem raunar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð fyrst til að vekja athygli á.

Gísli Baldvinsson hvetur til þess að fleiri komi að borðinu og Evrópusamtökin birti blogg með áþekku sjónarmiði. Tilefnið hjá báðum er heimsókn Joe Borg frá Möltu um helgina. Borg fór fyrir Möltu í samningunum við Evrópusambandið og hafði annan hátt á en Össur.

Össur hefði betur gengið fram af meiri háttvísi þegar hann vildi setja umsóknina á dagskrá. Líklega hefði hönum ekki tekist að fá umsóknina samþykkta jafn fljótt og honum tókst með yfirgangi og hótunum. Á hinn stæði hann ekki uppi í dag með steindautt mál og óánægju á báða bóga.

Smátt og smátt rennur upp fyrir aðildarsinnum að Össur nánast einn og sér hefur stútað möguleikum aðildarsinna á að fá draum sinn uppfylltan um langa framtíð. Það er talsvert afrek.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Össuri er greinilega ekki alls varnað.

Ragnhildur Kolka, 26.9.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband