Föstudagur, 24. september 2010
Ólafur Ragnar er lykill að uppstokkun stjórnmálanna
Ólafur Ragnar Grímsson er öflugasti stjórnmálamaður landsins, það sýndi hann í Icesave-málinu; hann getur líka talað máli okkar erlendis án þess að þjóðin þurfi að skammast sín. Íslenska flokkakerfið er vanmáttugt til að gera upp hrunið. Hrunkvöðlar halda móðurflokki íslenskra stjórnmála í gíslingu og stærsti flokkurinn á þingi er klofinn í afstöðu sinni til landsdóms.
Borðið er dekkað fyrir Ólaf Ragnar Grímsson en hann mun ekki setjast til borðs við óbreytt flokkakerfi.
Forsetinn heiðraður af rússneskum landfræðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér. Forsetinn minnir mig á Garðar Hólm í sögu Nóbels skáldsins Brekkukotsannáll. Hann var víðförull maður og gustaði af honum hvar sem hann kom.
Guðlaugur Hermannsson, 24.9.2010 kl. 12:18
Okkar eina von.
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2010 kl. 12:41
Nú er ég næstum því orðlaus!
Ha?
Forsetinn tók þátt í þeirri skipulögðu blekkingu og þeim vísvitandi lygum sem haldið var að þjóðinni.
Hann lofsöng glæpamenn í útlöndum og gekk erinda þeirra!
Hættið nú alveg.
Það er til marks um hve Íslendingar eru miklar druslur að þessi maður skuli einn gegna embætti þjóðhöfðingja.
Það er líka til marks um sómatilfinningu forsetans að hann askuli ekki vera fyrir löngu búinn að segja af sér.
Nei. Þetta er of klikkað!
Karl (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 13:08
Hann er ótvírætt sá íslendingur sem er þekktastur meðal áhrifafólks erlendis, og mýtur mest trausts á þeim vettvangi. Honum er víða sýndur mikill heiður, hann talar máli lands og þjóðar af mikilli einurð, og það er hlustað á hann. Hann hefur gífurlega víðtæk sambönd, og rækir þau. Alheimssamtök þingmanna sem hann veitti forstöðu fyrir ártugum gjörðu hann þekktari en margir halda, því nú eru vinir hans og samstarfsfólk þar, orðnir ráðamenn og frammámenn í mörgum öflugustu þjóðríkjum heims. Hans ágæta kona, hefur líka aðgang að áhrifafólki sem ekki er á allra færi að eiga vinsamleg samskipti við. Þau hjónin eru óþreytandi að tala málstað Íslands, og veitir ekki af. Dapurt er, þegar raddir öfundar og lítilsvirðingar í þeirra garð heyrast, þau hafa ekki til slíkra viðbragða unnið, þvert á móti.
Stefán Lárus Pálsson, 24.9.2010 kl. 13:24
Eruð þið að grínast? Og svo hrópar fólk húrra yfir því að Pútín gefi honum orðu? Og fyrir hvað, fyrir að beita sér fyrir hönd Rússa á norðurslóðum? Viljum við virkilega selja áhrif okkar, bara svo Ólafur geti fengið orðu frá Pútín. Hvað ætli fálkaorðurnar kosti hjá Ólafi?
Bjarni (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 13:37
Þar sem Páll skrifar þetta á þetta sennilega að vera brandari. Getur ekki einhver kennt honum að nota broskarl. Mér skilst að Jón Ásgeir kunni það núna. Það var hluti af enskunámskeiði sem hann fór á.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 13:54
OMG nei ég meina ORG það er frosið í helvíti.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.9.2010 kl. 14:08
Páll mun hafa fengið hugmyndina að þessari tilfallandi athugasemd á vef Evrópuvaktarinnar en þar sú hugleiðing sett fram kl 8.23(löngu áður en en Páll vaknar) að 'Olafur Ragnar myndi ganga aftur(come back) og gerast forystumaður Samfylkingarinnar. Stjórnmálaskýringar á hæstu hæðum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 14:20
Varstu fyrir höfuðhöggi, Páll?
Ragnhildur Kolka, 24.9.2010 kl. 14:58
Skemmtilegar athugasemdir hér að ofan. Hrafn hefur aldrei þessu vant rétt fyrir sér - ég fékk hugmyndina frá Styrmi á Evrópuvaktinni. Ég held hins vegar að Ólafur Ragnar hefði ekki áhuga að á taka við flokkshræi Samfylkingar, það er hreinlega fyrir neðan hans virðingu, og því tók ég hugmynd Styrmis á næsta stig.
Páll Vilhjálmsson, 24.9.2010 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.