Bændur vita sínu viti

Bændasamtökin lögðu í mikla vinnu þegar ljóst var að Ísland mynd sækja um aðild að Evrópusambandinu. Markmið þeirrar vinnu var að draga fram kosti og galla aðildar Íslands. Um 45 prósent af útgjöldum Evrópusambandsins er til landbúnaðarmála og í Brussel hefur verið byggt upp risavaxið skrifræði í kringum landbúnaðarstefnuna.

Þegar íslenskir bændur leggjast gegn aðild og vara þjóðina við vegferðinni til Brussel er það gert á grunni þekkingar á málefninu.

Einörð afstaða bænda og útgerðarmanna gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu leiðir hugann að þeim samfélagskröftum sem berjast fyrir aðild. Nei,  bíddu, hverjir eru þeir aftur?


mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll helstu samtök launamanna, Así, Bsrb, Starfsgreinasambandið, Rafiðnaðarsambandið.  Samtök iðnaðarins mætti einnig nefna. Hvernig væri að kynna sér málið? Svo merkilegt seem það er þá eru Bændasamtökin ráðuneytisígildi og það er Líu reyndar líka. Bændablaðið er ríkisstyrkt málgagn andstæðinga ESB- andstæðinga en ekki málgagn allra bænda.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 16:15

2 identicon

Fyrir þá sem vilja kynna sér efnið er hér mjög gagnleg slóð:

http://www.utanrikisraduneyti.is/verkefni/evropumal/vinnuhopar/vinnuhopur3/

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 16:21

3 identicon

Já, kíkjum á stöðuna í Noregi þegar umsókn þeirra að ESB var afgreidd í þjóðaratkvæðagreiðslu.   Þá vorum einmitt verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur, Stórþingið og flestir fjölmiðlar á því að Noregur ætti að sækja um aðild að ESB.

Hvernig fór ?

Eins og allir vita, var tillagan um umsókn felld og Noregur er enn fullvalda ríki.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:26

4 identicon

Þetta er rétt hjá þér Vilhjálmur. Allar helstu stofnanir og samtök vildu ganga inn. Kerfið, ef svo má segja, vildi inngöngu. En kerfið hafði orðið viðskila við meirihluta þjóðarinnar. Hér á landi eru línur ekki eins skýrar. Hluti kerfisins er með en hluti á móti. En hér á landi eins og í Noregi á þjóðin rétt á að ákveða örlög sín.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:48

5 identicon

Hvað er það sem kveður svo svakalega á að ganga eða ganga ekki í ESB á núverandi tímapunkti. Svona ef tekið er mið af stöðu íslensks þjóðfélags og ástands mála  ESB.  Er Ísland í kjöraðstöðu til að taka afstöðu til þessarra mála nú??

itg (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 20:55

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er alltaf réttur tími til að ræða málin og alltaf réttur tími til að taka ákvarðanir. Lífið bíður ekki eftir manni. Ef Íslendingar ræða ekki af einurð ESB málið og gang til kosninga verður það talið óútkljáð og sama endaleysan um hvort við hefðum átt að kjósa með eða á móti. Ef íslendingar kjósa ekki um málið vegna þess að aðildarumsókn var dregin til baka með pompi og prakt þá verður umræðuþörfin ennþá sterkari. Jafnvel óþolandi. Þá mun okkur ekki duga neitt nema harðstjórn þöggunarmeistara hrunsins til að halda aftur af fólki.

Gísli Ingvarsson, 24.9.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband