Miðvikudagur, 22. september 2010
Gengið styrkist, vextir lækka og verslunin hækkar
Verslunarrekstur á Íslandi er rekinn með undarlegum formerkjum. Undanfarið hefur gengi krónunnar styrkst og vextir lækkað. Kjarasamningar hafa verið í frosti og atvinnurekendur beðið um framhald á launafrystingu. Samt sem áður dynja yfir almenning hækkanir á vöruverði.
Hér þurfa að koma skýringar. Ein er líklega að fákeppnisstrúktúr íslensks atvinnulífs hafi eflst eftir hrun þar sem bankarnir eiga stóra hluta fyrirtækja. Bankarnir vilja ekki missa þessi fyrirtæki úr bókum sínum þótt þau eigi ekkert erindi á markað. Bankarnir láta almenning borga brúsann í formi hærra vöruverðs.
Fleira kemur til. Lífeyrissjóðirnir hafa félagsmenn sína að fíflum þegar þeir kaupa smásöluverslun eins og Húsasmiðjuna og tryggja gjaldþrota fyrirtæki tilbúið framhaldslíf.
Krefjist hærri launa á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála!
Sigurður Haraldsson, 22.9.2010 kl. 20:24
Þar sem að framleiðsla á hveiti og öðru korni brást í Rússlandi í sumar vegna þurka að þá olli það mjög miklum hækkunum á heimsmarkaðsverði þessara afurða. Stjórnvöld í Rússlandi bönnuðu allan útflutning á hveiti og öðru korni í sumar. Rússar eru stórir í hveitiræktun og selja mikið til Asíu. Núna þegar kaupendur af Rússahveitinu fá ekki sitt frá Rússlandi verða þeir að kaupa annarstaðar og þrýsta verðinu upp.
Þannig meigum við búast við að á næstunni hækki t.d. pasta, kex, kornflögur og fleira sem er að stórum hluta hveiti eða korn.
En ég ætla samt ekkert að vera að verja hækkanir verslanna enda veit ég ekki hvaða vörur hafa verið að hækka mest.
En ráðlegg ykkur að byrgja ykkur upp af hveti og pasta.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.