Þriðjudagur, 21. september 2010
Alþingismenn án umboðs þjóðarinnar
Alþingi sem nú situr var kosið til að gera upp við hrunið. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni fengu vinstriflokkar meirihluta á þingi. Krafa almennings var að efnt skyldi til uppgjörs við hrunið og þá sem eru ábyrgir, bæði í viðskiptalífi og í stjórnmálum. Fyrsti kafli uppgjörs tókst vel og hrunskýrslan stóra markaði tímamót.
Seinni kaflinn, þegar á að láta reyna á ráðherraábyrgð, er að fara í vaskinn. Dæmalaus ræða forsætisráðherra í gær setur uppgjörið í algera óvissu.
Alþingi fékk umboð þjóðarinnar til að gera upp við hrunið samkvæmt þeim lögum og reglum sem gilda um ábyrgð stjórnmálamanna, þar með talinn landsdómur. Ef þingheimur ræður ekki við verkefnið ber alþingi að skila tilbaka umboðinu og efna til nýrra kosninga.
Líkur á að stjórnin springi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær hefur landinu verið stjórnað af einhverju viti án aðkomu Sjálfstæðisflokksins?
Palli (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 15:13
Vandinn er sá að fólk vill sjá blóð (í óeiginlegri merkingu) en landsdómsleiðin er ófær. Hvort sem ákærðu yrðu fjórir eða einn þá er verið að fjalla um pólitíska ábyrgð og vafasamt að hægt sé að útbúa kærur sem stæðust einföldustu réttarfarslega athugun. Atli veit þetta en hefur ekki pólitískt svigrúm til þess að láta skynsemina ráða.
Skúli Víkingsson, 21.9.2010 kl. 15:53
Í tillögum Atlanefndar er búið að skrifa ákærur sem standast einfalda réttarfarslega athugun. Hvort þær munu leiða til sektar eða sýknu fyrir landsdómi er erfitt að segja til um þar sem fá fordæmi er til að styðjast við.
Aftur höfum við nóg af fordæmum um pólitískt ábyrgðarleysi og þar þurfum við að segja stopp. Með landsdómi.
Páll Vilhjálmsson, 21.9.2010 kl. 16:03
Sammála.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 17:06
Ég fór og kaus í síðustu þingkosningum. Mig rekur hins vegar ekki minni til að kosið hafi verið um Landsdóm. Hins vegar ertu búinn að taka svo oft umboðið af núverandi ríkisstjórnarmeirihluta, að þig munar ekki um að hirða það af alþingi öllu í leiðinni.
Það ber að gera upp við hrunið og hrunverja. Það ber að deila út sekt eftir því sem efni standa til. Hins vegar er ekki gæfulegt að hengja bakarann bara af því að smiðurinn stendur í skjóli fyrningarfrests.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 18:18
Ómar H var Glitnis bankinn einkavæddur,þar hreiðraði hann um sig glæpamaður sögunnar sem en er verið að bjarga af þeirri stjórn sem nú er við völd hvernig á að taka á því.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.