Mánudagur, 20. september 2010
Jóhanna tekur flokkshagsmuni fram yfir almannahag
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar býður farsa í stað landsdóms til að friða flokkshestana. Landsdómur er rökrétt niðurstaða Atlanefndar og í samræmi við gildandi lög. Samfylkingin hefur hins vegar ákveðið að una ekki niðurstöðunni og Jóhanna leggst á sveif með eignarhaldsfélagi Samfylkingar en það skiptist til helminga á milli Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssonar.
Jóhanna elur pólitísku ábyrgðarleysi með orðum sínum um fyrirframsýknu Ingibjargar Sólrúnar heggur jafnframt í viðteknar hugmyndir um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds.
Jóhanna hefur séð betri daga sem stjórnmálamaður en daginn í dag.
Gagnrýnir málsmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála og dagar hennar eru taldir hennar tími er liðinn!
Sigurður Haraldsson, 20.9.2010 kl. 19:29
Sammála.
Hrikalegur stjórnmálamaður.
Prinsipplaus með öllu.
Karl (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 20:01
Og fréttin er hver?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.9.2010 kl. 20:05
Jóhanna er að þrotum komin - hún óttast um eigið skinn.
Benedikta E, 20.9.2010 kl. 22:52
Sæll.
Þú ert þá greinilega einn að þeim sem þarf að róa niður (ef marka má það sem JS sagði fyrst), þú vilt blóðfórn og þá mun þér líða betur, eða hvað?
Alltof margir gefa sér að það sem við vitum nú hafi verið vitað þá. Bankarnir voru dauðadæmdir frá 2006. Af hverju þá að henda einhverjum ráðherrum í grjótið vegna einhvers sem þeir gerðu eða gerðu ekki 2008?
Svo gleyma margir að löggiltir endurskoðendur skrifuðu upp á bankana og tóku þar með þátt í því að blekkja yfirvöld. Ég bíð eftir því að sérstakur saksóknari hjóli í endurskoðendurna, þeir bera ríka ábyrgð á hruni bankanna en hefur tekist að sleppa við nánast alla umfjöllun á sínum hlut.
Hvernig væri nú, fyrir það ágæta fólk sem vill Landsdóm, að kíkja á hvað Rannsóknarnefnd alþingis sagði um ástæður hrunsins? Hver var helsta orsökin að mati þeirrar nefndar?
Ráðherrar bera ekki ábyrgð á rekstri einkafyrirtækja, nema þeir eigi þau sjálfir. Yfirvöld gátu t.d. ekki hindrað LÍ í að opna Icesave frekar en KÞ í að opna Edge (EES reglur).
Vel má vera að Landsdómur sé í samræmi við gildandi lög en það segir vart hálfa söguna. Landsdómur sjálfur er hins vegar úrelt fyrirbæri og fjölmargir hafa bent á hvað þetta allt saman er furðulegt og ekki samræmi hugmyndir manna um réttarríki. Eigum við s.s. að henda þessari grunnhugmynd, réttarríkinu, út í hafsauga til að róa suma sem virðast illa átta sig á hlutverki hinna ýmsu aðila í þessu máli öllu saman?
Af hverju viltu ekki t.d. draga Össur fyrir Landsdóm? Hann var staðgengill Ingibjargar í nokkurn tíma. Ber hann enga ábyrgð?
Það að refsa bara einhverjum bjargar ekki neinu og þeir sem heimta Landsdóm virðast ekki skilja hverjar raunverulegar rætur kreppunnar eru. Þær liggja ekki hjá fjórmenningunum og ekki hjá einhverjum einum stjórnmálaflokki, hvorki hér né erlendis.
Helgi (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.