Föstudagur, 17. september 2010
Ríkisstjórnarsamstarf í hættu vegna ráðherraákæru
Lokaorð Atla Gíslasonar formanns þingnefndar um ráðherraábyrgð á hruninu verða ekki misskilin. Atli mælti í morgun fyrir þingsályktun um að fjórir ráðherrar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde sæti ákæru fyrir landsdómi. Í lok ræðu varaði hann þingmenn Samfylkingar að taka málið úr höndum þingnefndarinnar þar sem Atli er formaður og færa yfir til allsherjarnefndar.
Góðvinir fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar hafa hugsað sér að taka málið í allsherjarnefnd þar sem styrkur þingmanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er nægur til að stöðva ákærurnar.
Atli sagði að með slíku ráðslagi væri vantrausti lýst á nefndina sem stofnuð var til að alþingi gerði upp við framkvæmdavaldið vegna hrunsins. Vantraust þingmanna Samfylkingar á nefnd Atla jafngildir vantrausti á stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
![]() |
Þungbær skylda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var góður pistill á Andríki.is í dag.
Það er auðvitað ljóst að fólk á ekki að kjósa aftur það fólk sem var þarna við stjórn fyrir hrun, en þvílík vitleysa sem þetta er hjá honum Atla.
Og bara afskaplega sorglegt, því þetta minnir bara á aftökur maóista í stóra stökkinu þegar sakirnar voru þær að kenna ekki "rétt" fræði eða að hafa sýnt hverja þá tilburði til dómgreindarleysis sem "dómurum" og byltingarsinnum datt í hug.
Það er nú mín skoðun á þessu.
jonasgeir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 16:34
Og Atli segir að það er verið að lýsa vantrausti við nefndina. Þingmannanefndin heldur leyndum ýmsum gögn fyrir þingmönnum, vegna einhvers "trúnaðar" við "sérfræðinga" sem hún fékk sér til ráðgjafar. Er það vegna þess að meirihlutanum hugnaðist ekki niðurstaða þeirra? Eða er "sérfræðingarnir" það miklar gungur að standa ekki opinberlega við "sérfræðiálitin"? Einu sinni enn er gagnsæi "Nýja Íslands" að sliga þingið eins og td. í Icesave1 og 2. Að láta sér detta í hug að þingmenn eigi að greiða atkvæði í slíku stórmáli án þess að fá að sjá öll gögn nefndarinnar. Og hin stórmerkilegu "trúnaðar" og "leynigögn" eru þess valdandi að nefndin er þríklofin.
2 nefndarmanna eru löglærðir, 1 dýralæknir, 1 sagnfræðingur, 1 með próf í listasögu, 1 uppeldis- og menntunarfræðingur, 2 grunnskólapróf, og 1 íslenskufræðingur. 2 eru þingmenn frá 2007, 1 frá 2008 og 6 frá 2009. Samtals skarta 9 nefndarmennirnir 14 árum sem þingmenn.
Þetta er fólkið sem tekur þá ákvörðun að tilnefna 4 af 20 ráðherrum ríkisstjórna framsóknar, sjálfstæðis og samfylkingar í 2 ráðuneytum Geirs H. Haarde, og byggir sitt mat á ma. "trúnaðargögnum" á nákvæmlega sama hátt og þegar þau samþykktu ríkisábyrgð á Icesave1 og 2 á sínum tíma vegna þess að þau "lásu" úr lögfræði og "trúnaðargögnum", innlendum og erlendum að það væri ríkisábyrgð á Tryggingarsjóði innistæðueigenda og þar með á Icesave. 98.2% þjóðarinnar gat hvergi fundið slíkt, og framkvæmdastjórn ESB fullyrðir ekkert slíkt er eða hefði komið til greina enda klárt brot á reglugerðum EES/ESB.
Það væri nær að stjórnarþingmennirnir ásamt ríkisstjórnin yrði dregin fyrir landsdóm, eftir nákvæma rannsókn á framferði þeirra varðandi Icesave sem sérfræðingar vilja jafnvel meina að hafi verið á mörkum landráðs, ef ekki fullframið? Er nema von að þessum aðilum hefur tekist að draga Alþingi enn neðar í svaðið en áður hefur náðst, með að fara úr 13% niður í 10% virðingu og traust þjóðarinnar til stofnunarinnar. Engin stofnun hefur mælst með jafn lágt skor. Er nema von miðað við þennan farsa sem nú er í gangi?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 17:50
Guðmundur 2. Gunnarsson, einu sinni var maður spurður af hverju konan hans drykki svona mikið. Hann svaraði: Hún drekkur til að gleyma. Gleyma hverju? Það man hún ekki!
Mér fannst þetta innlit þitt hjá honum Páli bráðfyndið, en ég bara man ekki af hverju!
Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.