Sunnudagur, 12. september 2010
Skjaldborg um hrunpólitíkusa
Hrunið átti sér aðdraganda. Árið 2006 var for-hrunið þegar íslenskir bankar urðu alþjóðlegt umfjöllunarefni sakir blóðskammar þar sem venslalið sýslaði með stóra peninga og tók litlar sem engar tryggingar. Hvað gerði íslenska stjórnmálastéttin eftir kosningar 2007?
Jú, spilltustu elementin sameinuðust. Guðlaugur Þór Þórðarson, fjármagnaður með útrásarfé, og Þorgerður Katrín Gunnardóttir kúlulánadrottning náðu saman með Samfylkingunni um að verja útrásarauðmenn.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hannaði og framkvæmdi ímyndarherferð fyrir íslensku bankana. Hann atyrti þá sem gagnrýndu útrásina og öfgar hennar.
Hrunpólitíkusar eru á vappi og bíða eftir næsta tækifæri að selja sig hæstbjóðenda. Landsdómur gæti kannski kennt einhverjum að misbeiting valds og vanræksla í embættisfærslu hefur afleiðingar.
Fráleitt að sækja ráðherrana til saka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem sagt þeir sem eru mögulega hlyntir Evrópusambandinu eru vondir.
TómasHa, 12.9.2010 kl. 19:48
Tómas ha?
Páll Vilhjálmsson, 12.9.2010 kl. 19:53
Mér finnst að vændislögin ættu að ná yfir hrunpólitíkusana, þ.e að refsivert sé að kaupa þjónustu þeirra
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.9.2010 kl. 20:08
Sammála þér, það verður að dæma þá seku, ef ekki, verða þeir sem á eftir koma, í engu betri, miklu fremur verri.
Robert (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 20:11
Róbert þeir eru nú þegar engu skárri margri hverjir því að hluti af þeim var við stjórnvölin löngu fyrir hrun 1 og haga sér alveg eins og firri ráðherrar.
Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 21:13
Það má spyrja hvort ekki er full ástæða til að rannsaka einkvæðinu bankanna sem "hugsanleg landráð" og auðvitað þarf að fá niðurstöðu í það hvort stjórnsýslan fór að settum reglum í aðdraganda hrunsins.
Reyndar var ríkisstjórnin, embættismannakerfið og stór hluti þjóðarinnar orðin mjög meðvirk í vitleysunni og ráðherrum því kannski einhver vorkunn. Ég man ekki betur en að Geir H. Haarde, þá fjármálaráðherra, hafi fengið ákúrur fyrir það að hafa talað óvarlega að mati fjárfesta á einhverjum morgunverðarfundinum og hann hafi verið talinn tala niður hlutabréfin. Hvað og hvar þetta nákvæmlega var man ég hins vegar ekki. Þannig gátu stjórnvöld í raun lítið aðhafst en spurning er hvort hægt hefði verið að draga úr tjóninu sem fyrirsjáanlega yrði með einhverjum aðgerðum....? Því verður líklega seint svarað.
Ómar Bjarki Smárason, 12.9.2010 kl. 21:49
Afsakið prentvillur.
Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 22:05
En fyrrum ráðherrar firra sig nú samt allri ábyrgð, Sigurður, þannig að kannski eiga prentvillur fullan rétt á sér....!!!
Ómar Bjarki Smárason, 12.9.2010 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.