Laugardagur, 11. september 2010
Keyptur stuðningur við gagnaver
Fólk með stóra peningasekki, þeirra á meðal Björgólfur yngri, kaupir stuðning við gagnaver og verður vel ágengt. Andstuttur iðnaðarráðherra kom í Sjónvarpsfréttir að tilkynna að stjórnvöld væru í yfirgír að finna leiðir til að þjónusta gagnaver. Sérlög handa gagnaveri Björgólfs og ný lög um virðisaukaskatt eru líka í bígerð.
Íslenskir stjórnmálamenn vilja láta ljúga að sér til að geta fært fjölmiðlum fréttir um fleiri atvinnutækifæri. Þótt bankalygin hafi leitt hrunið yfir okkur eru stjórnmálamenn staðráðnari en fyrr að trúa blekkingum.
Gagnaversumræðan er græðgisvædd loftkastalasmíði.
Gagnrýnir stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Burtséð frá öllum Bjöggum, þá veit ég að fyrir nokkru síðan kom hingað til lands maður frá erlendum risa í tölvum og tækniframleiðslu. Hann var hingað kominn til að kveðja sína samstarfsaðila og hætta við allt samstarf um gagnaver. Hans eigin orð voru þau að íslensk stjórnvöld væru "idiots" og hann sagði að það yrði erfitt að fá erlend fyrirtæki til að koma hingað í þennan pott skatta og rekstrarlegrar óvissu. Hér væri ekki á neitt að treysta!
ÓF (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 11:27
Má vera en af hverju ættu þessir aðilar að fá skatta niðurfellda þegar þeir fá rafmagnið á spottprís?
Svo ef þeir googla eiganda gagnaversins hér á landi þá kannski renna á þá tvær grímur varðandi samstarf, veit að ef ég ætti fyrirtæki þá myndi ég ekki hætta mér í bisness með honum.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 13:10
ÓF - þetta á bara eftir að versna - stjórnin spilar á sínar fiðslur á meðan þjóðin brennur og 1.október nálgast -
hvað stóð aftur í 18 grein Viljayfirlýsingarinnar??
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.9.2010 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.