Grunsamleg gagnaver, stjórnvöld höfð að fífli

Engin gagnaver eru enn rekin á Íslandi, samt hafa þau stofnað með sér hagsmunasamtök og eru komin með Samfylkinguna í vasann og geta þar pantað lög og reglugerðir eftir þörfum. Helsti hrægammur úr röðum auðmanna, Björgólfur yngri, er með hálfbyggt gagnaver suður með sjó.

Samtök gagnavera hóta ríkisstjórninni að engin gagnaver verði starfrækt hér nema lögum um virðisaukaskatt verði breytt. Þetta er langsótt og minnir á áróður fjármálafyrirtækja í byrjun aldar um gera Ísland að fjármálamiðstöð með því að frjálshyggjuvæða lög um banka. Í reynd notuðu auðmenn bankafrelsið til að stela af fólki.

Björgólfsfeðgar þóttust einu sinni koma með peningasekki frá Rússlandi til Íslands og fengu út á ímyndina lán til að kaupa Landsbankann og hálfa miðborg Reykjavíkur.  Líklegast er að gagnaversblekking sé höfð í frammi til að ná fram breytingum á lögum um virðisaukaskatt sem kæmi annarri og síðri atvinnustarfsemi til góða.

Íslensk stjórnvöld ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þau verða aftur höfð að fífli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér er næst að halda, Páll, að ef páfagarður sækti um starfsleyfi fyrir útibúi hér, þá myndir þú spinna upp einhverja kenningu um ólöglegt samráð og glæpsamlegan tilgang.

Pedophilaver?

Ragnhildur Kolka, 8.9.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Förum varlega Ragnhildur, geistlega stéttin gæti fengið hugmyndir...

Páll Vilhjálmsson, 8.9.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hugmyndin um gagnaver - kannski gangslaust ver - er dálítið bjartsýn. Hver vill ábyrgjast að eftir 4 ár verði ennþá þörf fyrir skröltandi harða diska eða staðbundna geymslu fyrir núll og eittur - og hvað þá fyrir örgjörfa? Ekki ég.
 
En auðvitað hefur þetta allt saman verið skráð á kassettur, og því brilliant. Svona kassettumiðstöð vildi ég ekki eiga hlut í. Ekki frekar en Kaupþingi, Glitni eða Landsbanka á meðan þeir voru í tísku meðal fábjána.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2010 kl. 22:29

4 identicon

Þakka fyrir pistilinn Páll

Horfði einmitt á fréttir og varð svo forviða að ég var að gúgla samtök gagnaverarekstraraðila - hver and$k. er það?

Það er bara eitt merkilegra en hvað hagsmunahópar eiga greiða leið að stjórnvöldum og það er hvað þeir eiga greiða leið að fjölmiðlum.

Árni (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband