Þriðjudagur, 7. september 2010
Falskir fjandmenn krónu
Aðildarsinnar reyna að blása lífi í málstaðinn með því að agnúast út í krónuna og kalla hana ónýtan gjaldmiðil, eins og ritstjóri Fréttablaðsins gerir í dag. Aðildarsinnar þjösnast á krónunni alfarið og eingöngu til að skora áróðursstig fyrir aðildarumsóknina. Ef þeir væru í reynd að krefjast afnáms krónu og upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils myndu þeir krefjast þess að Ísland tæki upp dollar. Pólitískar hindranir á vegi dollaravæðingar eru mun færri en þær eru þrándur í götu upptöku evru.
Evran er sem myllusteinn um háls jaðarríkja Evrópu, s.s. Írlands, Grikklands og Portúgal. Til Íslands kom fyrir skemmstu sænskur hagfræðingur, öfgalaus og yfirvegaður, og ræddi evru. Jafnvel harðir aðildarsinnar eins og Jón Baldvin Hannibalsson féllust á rök Svíans um að evran er dæmdur gjaldmiðill. Fyrirlestur Svíans er á heimasíðu Heimssýnar.
Falsfólkið sem níðir krónuna til að skapa Evrópusambandinu velvild sýnir úr hverju þorri aðildarsinna er gerður.
Athugasemdir
Okkar vandamál er ekki og hefur ekki verið krónan heldur efnahagsstjórnunin AÐILDARSINNAR ÞURFA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞESSU.
Jóhann Elíasson, 7.9.2010 kl. 09:14
Efnahagsstjórn hérlendis hefur síðustu 2 áratugi (og lengur) verið í höndum sama fólks og er nú á móti evrunni. Í ljósi efnhagshruns okkar, hver er þá vandi þessa fólks ef það er ekki krónan?
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:33
Ég held svo sem að fæstir séu á móti evrunni hér á landi.
Bara að hún sé ekki gjaldmiðill Íslendinga.
Evra er ruslgjaldmiðill.
Kosturinn við krónuna er einmitt að hún refsar óábyrgri fjármálastjórn.
Svo sem það sama sem virðist vera að gerast með Evruna, en þar hafa Íslendingar bara ekkert með málið að gera. Þar myndi Ísland svo sannarlega bara fljóta með eins og ruslið í flæðarmálinu.
Það er ekki skrýtið að sumir fræðimenn gefi í skyn að Evra geti skapað stríða að nýju. Hún eykur misskiptingu í Evrópu.
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:08
Evra er besti gjaldmiðillinn í dag, það má sjá til dæmis á því að LÍÚ notar Evru, einnig öll alvöru fyrirtæki í landinu sem fá að nota Evru. Almenningur með laun sín og sparireikninga má að sjálfsögðu ekki nota Evru, allir hljóta að sjá hvers vegna,
Robert (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 14:57
Bandaríski dollarinn er sterkari gjaldmiðill en evran.
Elle_, 7.9.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.