Föstudagur, 3. september 2010
Þjóðaratkvæði sem hótun
Í viljayfirlýsingu vegna uppstokkunar ríkisstjórnarinnar birtust 20 tölusett atriði sem ríkisstjórnin ætlar að beit að beita sér fyrir. Töluliður fjögur er svohljóðandi
Lög um stjórn fiskveiða endurskoðuð á grunni niðurstöðu sáttanefndar og breytingar á stjórnarskrá (sameign á auðlindum) tryggðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið undirbúin ef ekki næst viðunandi sátt
Hér hótar ríkisstjórn grunnatvinnuvegi þjóðarinnar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekki semst um niðurstöðu við hagsmunaaðila. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er almennt ekki hlynnt þjóðaratvæði, ráðherrar mættu ekki í atkvæðagreiðsluna um Icesave; ríkisstjórnin hafnaði tillögu um að bera undir þjóðina hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu.
Þegar ríkisstjórn hótar með þjóðaratkvæði afhjúpar hún sig sem ofbeldisstjórn.
Athugasemdir
Mjög rétt.
Þetta sýnir enn og aftur tvískinnunginn, spunann og lygina sem einkennir þessa óhæfu ríkisstjórn.
karl (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:56
Þetta er orðið eins og í glæpasögu. Menn gera samninga beint úr ráðuneytunum eftir eigin vild því segi ég að Össur mun gera þetta líka og hefir gert með ESB málið.
Valdimar Samúelsson, 3.9.2010 kl. 16:16
Þetta er ríkisstjórn með skítlegt eðli
Skjöldur (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 16:44
Er þetta ekki eins og allt annað sem frá þessu ógæfufólki kemur?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 18:49
Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið þarf að vera vel undirbúin en hún er vel framkvæmanleg. Pólitískur varðhundur kerfisins hefur unanafarin ár beitt sér af alefli utan þings og innan gegn breytingum á kvótakerfinu. Líu hafa beitt öllum brögðum sem þeir kunna. Þeir sögðu sig tímabundið úr samráðsnefnd. Síðan lýsti Formaður líu því yfir í útvarpsviðtali að hann væri hlynntur því að halda áfram aðilldarviðræðum við ESB og reyna að gera eins góðan samning fyrir þjóðina og hægt er. Siðan væri þjóðarinnar að dæma.(Guð hjálpi Páli!) Líú fór mikla og kraftmikla áróðurs herferð um allt land til að verja kvótakerfið og höfðu í frammi skefjalausan hræðsluáróður. Fundaformið sjálft var ákaflega ólýðræðislegt þar sem engar umræður og fyrirspurnir voru leyfðar. Í nokkur skipti hef ég reynt að beda Páli á ofnotkun gífuryrða leiðir til gengisfalls þeirra og lokum merkingarleysis. Erfitt er að kenna gömlum hundi,,,
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.