Embættisaðallinn í Brussel

Frá árinu 2003 hefur embættismönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fjölgað úr 18.700 í 23.025. Hluti fjölgunarinnar starfar af nýjum aðildarríkjum en þau fá í sinn hlut embættismannakvóta við inngöngu. Af því leiðir að helstu áróðursmenn fyrir ESB-aðild eru embættismenn umsóknarríkja.

Embættismenn í Brussel eru á betri launum en gengur og gerist um sambærileg störf og til viðbótar greiðar sér lægri skatta enda fara skattgreiðslurnar ekki til heimalandsins. Viðbótargreiðslur í formi barnastyrkja, ferðastyrkja og lengra orlof gera Brussel að eftirsóttum vinnustað.

Vaxandi gagnrýni beinist að örri fjölgun embættismanna og sterkri stöðu þeirra. Embættismennirnir í Brussel eru ónæmir fyrir efnahagslegum samdrætti og fá sínar launahækkanir þrátt fyrir að launafrysting og jafnvel bein launalækkun sé hlutskipti margra embættismanna í þjóðríkjunum sem mynda Evrópusambandið.

Hér er dæmi um gagnrýna umfjöllun í Wirtschaftswoche.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

23 þúsund manns í vinnu hjá framkvæmdastjórn ESB segirðu.

Þetta er rosalegt!

Vegna bandalags sem telur bara 500 milljónir manna.

Jafngildir því að hér á Íslandi væri sett upp stofnun með 14 stöðugildum.

Svakalegt.

Geisp.

Ketill Sigurjónsson, 3.9.2010 kl. 10:46

2 identicon

Ketill...   Burtséð frá kostum og ókostum aðildar ESB má til sanns vegar færa að hvatamenn þessa sæki í þessi fríðindi eða sérkjör.  Við þetta má bæta að stjórnsýslan á Íslandi er þegar ofvaxið gripahús flokksgæðinga, sérréttindin ótvíræð en gagnið ekki.  14 manna opinber stofnun er því ekki geisp.

lydurarnason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 11:00

3 identicon

Páll , ertu virkilega svona barnalegur? Kynntu þér mannfjölda í stjórnsýslu BNA. bara í pentagon einni eru 25000 starfsmenn!! Hvernig væri að skrifa einn pistil annan hvern dag og reyna að skrifa eitthvað af viti?!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 11:50

4 identicon

Þessi tala hjá Katli er eitthvað út í kú miðað við hvað landbúnaðarráðherra segir að bætist inn á kerfiskontór bænda.  Þeir eru 4 fyrir og bara við aðlögunarferlið bætast 8 sérfræðingar frá Brussel við.  Samtals 12 blýantsnagarar.  Hversu margir eru bændurnir?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:04

5 identicon

Það er aðvitað ekki skrýtið að það þurfi marga pappírsmeistara til að hafa yfirsýn yfir allar 90 þúsund blaðsíðurnar af reglum og reglugerðum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:04

6 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Að halda því fram að menn sækist eftir aðild að ESB bara til að eiga séns á djobb í Brussel er hlægilegt. Eða öllu heldur rökleysa ESB-andstæðings sem ekki gerir greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum. Beitir rökleysu. Betra væri ef menn reyndu að hafa umræðuna á ofurlítið skynsamlegra plani og koma með raunveruleg rök, hvort sem þau eru með eða móti aðild. Í reynd snýst aðildin einungis um fáein grundvallartatriði:

- ESB er með sameiginlega sjávarútvegsstefnu. Myndi aðild íslands fela í sér einhverjar breytingar á yfirráðum íslands yfir fiskveiðilögsögunni? Þetta er ein af grundvallarspurningunum. Sjálfur mun ég ekki samþykkja aðild ef það merkir að yfirráð yfir t.d. stjórn fiskveiða færast frá íslandi eða að aðrar meginreglur sjávarútvegsstefnu ESB skuli gilda um Ísland. Ég geri kröfu um að samningurinn muni með skýrum hætti segja að sjávarútvegsstefna ESB taki ekki til Íslands.

- ESB er með sameiginlega landbúnaðarstefnu. Myndi aðild Íslands hafa mikil áhrif á íslenskan landbúnað og þá hvaða áhrif? Þetta er ein af grundvallarspurningunum, sem niðurstaða samningaviðræðnanna mun leiða í ljós.

- ESB gerir milliríkjasamninga á þeim sviðum sem snerta viðskipti, tolla o.þ.h. Mun aðild takmarka möguleika Íslands til að gera sjálft viðskiptasamninga og aðra milliríkjasamninga við ríki utan ESB? Líklegast er að samningurin muni svara slíkri spurningu játandi. Sem mér líst illa á.

- Mun aðild að ESB gefa okkur færi á að taka upp annan gjaldmiðil? Svarið við því er væntanlega játandi, en þá einungis evru. En aðild mun samt ekki skylda okkur að taka upp evru.

Þetta eru dæmi um grundvallarmálin. Þau eru eflaust fleiri. En verum ekki að eyða tíma í að röfla um hluti sem engu máli skipta. Eins og það að nöldra um að það vinni svo voða margir hjá ESB og að stjórnmálamennirnir og embættismennirnir séu aðallega að þessu til að komast á einhvern spena í Brussel. Sem mér finnst reyndar ömurlega leiðinleg borg... sem er allt annar handleggur og t.d. ekki merkileg rök gegn aðild!

Ketill Sigurjónsson, 3.9.2010 kl. 12:07

7 identicon

Þetta eru nokkur grundvallaratriðanna. Sjávarútvegsmálin eru augljóslega mikilvæg. Stefna íslensku ríkisstjórnarinnar er að litið verði á íslenska efnahagslögsögu sem sérstakt svæði. Allir mikilvægustu stofnar okkar eru staðbundnir og ljóst er að aðrar þjóðir geta ekki gert lögmætar kröfur byggjar á veiðireynslu um veiðar hér við land. Sjávaútvegsstefna ESB gerir fyllilega ráð fyrir þessum möguleika. Ef ekki næst samkomulag um þetta verða engir samningar, svo einfalt er það. samkvæmt núgildandi lögum geta erlendir aðilar eignast rúmlega 40% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum enda þótt þessi staðreynd virðist hafa farið framhjá Jóni Bjarnasyni! Amk ein kínversk fjölskylda hefur nýtt sér þennan möguleika. það hefur verið bent á tvískinnung í viðhorfum íslenskra útgerðarmanna. þeir vilja fjárfesta að vild erlendis í skipum og kvóta. Og gera það. Samherji er þar fremstur. Hins vegar vilja þeir takmarka beinar og óbeinar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:25

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ketill:

Aðild að ESB í dag myndi reyndar skylda okkur til að leitast við að uppfylla Maastricht skilyrðin og í framhaldi af því taka upp evru.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.9.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband