Föstudagur, 3. september 2010
Formbreytingar og hugarfar
Stjórnarskrá, fjölmiðlalög og kvótakerfi eru dæmi um breytingar á formi sem komust á dagskrá í kjölfar hrunsins. Hluti þjóðarinnar sá knýjandi nauðsyn að umbylta regluverki sem kom lítið við sögu í öfgum útrásarinnar. Víst er athafnafrelsi tryggt í stjórnarskrá, engin lög um fjölmiðla fengust samþykkt vegna yfirgangs Baugsfylkingar og fjármunir úr sjávarútvegi fóru í misráðnar fjárfestingar. Meginástæður fyrir hruni liggja þó ekki í lögum og reglum.
Almenna laga- og regluverkið sem var í gildi við upphaf aldar hafði ekki tekið stakkaskiptum sem geta útskýrt þær fjármálaóreiðu sem einkenndu útrásina. Alltof hröð einkavæðing skýrir t.d. mun betur öfgarnar.
Það er hugarfarið sem brást okkur í aðdraganda öfgaáratugsins. Og hugarfar samfélags breytist ekki með lögum og reglum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.