Fimmtudagur, 2. september 2010
Efnahagsbati þrátt fyrir ríkisstjórnina
Efnahagsbatinn stafar af því að Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. vinnur að því öllum árum að koma fullveldinu fyrir kattarnef og fórna krónunni. Kreppan verður dýpri og mun vara lengur hjá evruþjóðum eins og Írlandi og Grikklandi.
Viðvarandi 10 prósent atvinnuleysi er í Evrópu og víða er yfirvofandi verðhjöðnunartímabil sem flestir hagfræðingar eru sammála um að sé til muna verri kostur en verðbólga, að tvennu illu.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. getur ekki státað sig af efnahagsbatanum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa komið seint og illa. Í mesta lagi er hægt að þakka ríkisstjórninni að klúðra ekki málum meira en raun ber vitni.
Grunngerð íslensks samfélags sýnir að við getum tekið efnahagslegri ágjöf, jafnað okkur fljótt og vel og komist á skrið á ný. Umsókn Samfylkingar um aðild að Evrópusambandinu er beint tilræði við grunngerð samfélagsins.
Alger viðsnúningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefði einhver önnur ríkisstjórn verið betri að þínu mati?
Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.