Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Ljósanóttin hans Árna bæjó
Þegar Árni bæjarstjóri Sigfússon í Reykjanesbæ var spurður um stöðu bæjarfélagsins svaraði hann; 'komdu á Ljósanótt og vittu hvort ekki sé allt í lagi.' Óraunveruleikablærinn á tilsvörum bæjarstjórans rímar við veruleikafirrta stöðu bæjarsjóðs. Það er kanadískur braskari sem er með fjárhagslega afkomu Reykjanesbæjar í hendi sér.
Ross Beaty eigandi skúffufyrirtækisins Magma sem í orði kveðnu á HS-Orku eftir að Árni bæjarstjóri seldi hlutinn, fyrst Geysi Green og síðan Magma. Í síðustu viku kvaðst Beaty ekki hafa áhuga að selja fyrirhugaðri álbræðslu í Helguvík orku. En álfabrikkan sú á að bjarga efnahag Reykjanesbæjar, samkvæmt Árna.
Engin furða að Árni hugsi hlýlega til Ljósanætur næstu helgi - framundan er myrkur.
Óvissa um eignina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sem sagt, miðað við þetta, ekki einvörðungu hægt að kenna ríkisstjórninni um ástandið ef eigandi Magma vill ekki sjálfur selja orkuna til álvers, enda veit hann að það er sjálfsagt hægt að græða miklu meira á raforkusölu með því að selja fleirum smærri skammta.
Þetta útspil Árna, sem gert var til að fegra stöðu bæjarsjóðs, virðist því vera að snúast í höndunum á honum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 08:16
Hefurðu eitthvað persónulega á móti Árna?
Ég vona bara að þú sért að vitna í eitthvað annað viðtal við hann en það sem var í Kastljósi í gær?
Davíð Oddsson, 31.8.2010 kl. 08:32
Þetta endar líklega með því að Ross Beatty eignast Reykjanesbæ.
Eiður Svanberg Guðnason, 31.8.2010 kl. 08:40
Það gæti nú skýrt mál bæjarstjóra Keflavíkur, hafi Davíð Oddsson verið ráðgjafi í framkvæmdagleðinni þarna suðurfrá.
Svona án þess að mér sé nokkuð persónulega í nöp við þessa tvo jarðsambands lausu frjálshyggjugaura.
Robert (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 08:57
Viðtal Helga Seljan við Árna Sigfússon var mjög upplýsandi.
Það var upplýsandi um Árna Sigfússon bæjarstjóra sem fékk- ef ég man rétt 12 bæjarfulltrúa af 11 í Reykjanesbæ.
Reyndar svolítið óþægilega upplýsandi um kjósendur í Reykjanesbæ.
Árni Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 09:33
Það er hætt við að leiðindaástand skapist þarna þegar öll þjónusta nema það alnauðsynlegasta, t.d. grunnskólar, verður skorin burt.
Í þessu sambandi er vert að benda á að mikill fjöldi styrkþega félagsþjónustu af höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár flutt í Reykjanesbæ vegna lágs húsnæðisverðs. Ég sé ekki að þetta sveitarfélagf geti veitt þessu fólki nema hluta af þeirri þjónustu sem það hefur gert hingað til ef svo fer fram sem horfir. Það er líka mikið atvinnuleysi þarna, eftir tiltekinn tíma (3 ára atvinnuleysi?) færist atvinuleysisframfærsla margra frá ríki á sveitarfélag skv. lögum. Hvað ætlar Árni að gera þá?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:40
Álverið og fleiri framkvæmdir í bæjarfélaginu væru komnar á fullt skrið með tilheyrandi ruðningsáhrifum ef ríkisvaldið gerði ekki allt til að koma bænum á kné ... með stöðugum töfum og hrindrunum
omj (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:41
Nái ''Siffússon'' að selja bréfið þá dugir það fyrir rekstrarhallanum á næsta ári en svo ekki meir. Nokkrir bæjarfulltrúar hafa eftirlitslaust náð að skafa allt út úr bæjarfélaginu.
Einar Guðjónsson, 31.8.2010 kl. 10:07
Ég hef nú vissa samúð með Árna.
Ríkið stoppar SV línu.
Ríkið stoppar rannsóknarleyfi á jarðhita Reykjaness.
Ríkið stoppar virkjanir í Þjórsá.
Ríkið er á móti einkaspítala.
Ríkið er á móti flugæfingum herflugvéla.
Er það ekki eitthvað fleira sem ríkið samviskusamlega gerir til að setja sveitarfélagið á höfuðið?
jonasgeir (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:08
omj:
Það er ekki búið að ganga frá málum við Þjórsá, þaðan semstór hluti orkunnar á að koma. Ekki hefur tekist að klára samninga við landeigendur. Er það allt ríkinu að kenna? Lánshæfi orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar, OR og HS-orku er í rusli, það er ekki eins auðvelt að koma framkvæmdum af stað og sumir halda fram. En auðvitað á allt að gerast strax ef Árni "brúna ljóska" Sigfússon segir það...
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:10
Er það ríkinu að kenna þegar menn vaða af stað í það að ætla að gera það, sem sérfræðingar Orkustofnunar telja stefna í, að pumpa upp miklu meiri orku upp úr jörðinni en svæðið afkastar?
Er það ríkinu að kenna að ætla eftir á að semja við tólf sveitarfélög um línurnar sem leggja á í gegnum þau?
Hvernig væri að stóriðjufíklarnir litu í eigin barm og spyrðu að því hversu mikla ábyrgð þeir sýndu með því að skjóta fyrst og spyrja svo, hefja framkvæmdir í Helguvík án þess að hafa gengið frá neinu nema því að samning við kaupandann?
Helguvíkurmálið er dæmi um það hvernig byrjað er á öfugum enda og skákað í því skjólinu að allt reddist að lokum því að ekki verði aftur snúið með vitleysuna, hún komin of langt.
Ómar Ragnarsson, 31.8.2010 kl. 11:34
Það er ekki oft sem ég sé mig knúinn til að gera athugasemd.
En það er greinilegt að Páll hefur eitthvað á móti Árna persónulega.
Það eru háskaleg mistök, því Árni er í náðinni hjá mér.
valdi kaldi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 18:14
Það er nokkuð ljóst að e-ð er athugavert við framkvæmdaröðina suður með sjó. Búið að setja yfir milljarð í höfn og kerskálabygginar að rísa - en lítið vitað um skipulag svæðisins eða hvaðan orkan á að koma.
,,Í upphafi skyldi endirinn skoða" var einu sinni sagt. Það er líklega orðið úrelt eða hvað?
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.