Stjórnmálakerfið neitar að siðvæðast

Á útrásartíma gerspilltist stjórnmálakerfið með því að auðmenn keyptu stjórnmálamenn í prófkjörum og stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Glæpir sitjandi stjórnmálamanna eru ekki nema að hluta upplýstir en hrunið hefði ekki orðið nema fyrir stuðning stjórnmálakerfisins við brask auðmanna.

Stjórnmálaflokkarnir fá hálfan milljarð á ári úr ríkissjóði sem bætist ofan á launakostnað þingmanna og rekstrargjöld þingsins vegna þeirra. Þessir fjármunir eiga að nægja flokkunum til að stunda stjórnmál.

Ótækt er að leyfa nafnlaus framlög til stjórnmálakerfisins, hvort heldur frá fyrirtækjum eða einstaklingum.

Þegar fjórflokkurinn neitar að gerbreyta fyrirkomulagi sem er á fjárstuðningi við stjórnmálamenn og flokka blasir við einbeittur brotavilji. Þjóðinni er gefið langt nef.


mbl.is Gagnrýna afgreiðslu allsherjarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þessvegna þarf að ráðast á grunninn og setja stjórnkerfinu skorður í gegnum Stjórnarskrána.

Guðni Karl Harðarson, 30.8.2010 kl. 15:05

2 identicon

Guðni.

Hefur nokkrum einhvern tíma tekist að siðvæða aðra með auknu regluverki?  Hvað þá flóknara.  Eða flóknari stjórnarskrá?

Ég hef aldrei heyrt um það.  Enda meikar það ekki sens eins og sumir segja.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 16:59

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mesta spillingin felst í því að skattborgarar eru neyddir til að greiða fyrir starfsemi stjórnmálaflokkanna. Þeir eru neyddir til að greiða til stjórnmálaafla sem þeir hafa enga löngun til að styrkja, fyrir nú utan hvað þetta gerir nýjum framboðum erfitt að koma sér á framfæri.

Það er sjálfsagt að gerð sé grein fyrir styrkjunum fari þeir yfir eitthvað þak sem menn geta komið sér saman um, en allri eiga að fá að taka þátt sem vilja, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2010 kl. 17:25

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Og svo má ekki gleyma spillingu viðskiptalífsins!  Og eimbættismannakerfisins!

Auðun Gíslason, 30.8.2010 kl. 17:36

5 identicon

Þetta er alveg gerspillt alltsaman. Troða þessu liði ölla saman oní trjátætara.

spritti (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 18:36

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

jonasgeir.  Hver er að segja að það verði aukið regluverkið? Frekar gert skilvirkara og setja inn sérstakt aðhald á stjórnmálamenn. Það væri svo margt sem væri hægt að taka á. Eins og losa um vald og færa það til. Auka mannréttindin. Setja stjórnskýslunni skorður. Skilgreina verk forseta osfrv.  Ég er að vinna í þessum málum og er búinn að sjá fullt sem væri hægt að lagfæra.

Ég sé ekki að stjórnarskrá þurfi að vera neitt flókin heldur frekar að hún verði gerð á mannamáli.

Það mætti nefna hvern kafla og setja inn skýrt hvað  er í honum feitletrað og síðan mætti vera svona blár undirmálsteksti sem í væri útfærsla á mannamáli á bak við sem hægt væri að smella á og kæmi þá upp ný síða. 

 Ragnhildur það er nú líka sem þarf að taka á með styrkina til flokkana. Spurning hvort það væri hægt að setja það einhversstaðar inn í stjórnarskrána. Ég er þér ekki sammála með fyrirtækin eða félagasamtök. Það þýðir ekkert annað en þrýsting frá þeim.

Auðunn. Embættismannakerfið er nokkuð sem mætti fara yfir líka og skilgreina. Enda er það þáttur í stjórnkerfinu öllu sem þarf að fara yfir.

Guðni Karl Harðarson, 30.8.2010 kl. 18:49

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Guðni Karl, ég næ ekki alveg svari þínu við kommenti mínu. Viltu afleggja ríkisstyrki til stjórnmálaflokka eða viltu setja inn sérákvæði um undanþágustyrki fyrir nýgræðinga á vellinum?

Aðeins fyrra atriðið væri í samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð. Að ausa fé úr ríkissjóði til að styrkja pétur og pál (om forladese síðueigandi) sem hugsanlega hafa ekkert fylgi við skoðanir sínar er ólýðræðislegt. Eigi málefni á annað borð stuðning þá hljóta stuðningsmenn að leggja fé til þess.

Félagasamtök og fyrirtæki hafa hagsmuni að gæta og ættu því að eiga sama rétt og einstaklingar til áhrifa.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband