Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Samfylking getur boðið sættir
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gæti setið út kjörtímabilið og fengið tækifæri til að ná sögulegum árangri við að árangri andspænis gríðarlegum erfiðleikum. Forsenda fyrir framhaldslífi ríkisstjórnarinnar er að langstærsta ágreiningsmál síðari tíma stjórnmála hér á landi, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, verði leyst.
Samfylkingin er í lykilstöðu þar sem flokkurinn er ábyrgur fyrri því að umsóknin var send. Samfylkingin gæti sýnt reisn og ábyrga afstöðu til landsmála með því að kannast við að umsóknin hefur ratað í óvæntar ógöngur. Annars vegar krefst Evrópusambandið aðlögunarferlis sem erfitt er að mæta þegar lagt var upp með óskuldbindandi viðræður og hins vegar er deginum ljósara að þjóðin er fráhverf aðild að Evrópusambandinu.
Forysta Samfylkingar gæti hafði sig upp yfir argaþras dægurmálanna og sýnt af sér stjórnvisku sem gæti gefið ríkisstjórninni endurnýjaðan þrótt með því að breyta í þágu þjóðar og styðja þingsályktun um að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.
Sögulegt tækifæri bíður Samfylkingar.
Athugasemdir
Ansi ertu bjartsýnn hvað varðar vitsmunalega getur Samfylkingar til að aðlagast heilbrigðri skynsemi.
Það eru ýmsar ástæður til að segja nei takk.
1: Aðlögun þegar trúin var viðræður.
2: Icesave hefur ekki fengið réttláta meðferð. (Á auðvitað að núllast eða fara fyrir dóm).
3: Krafa um að banna hvalveiðar.
4: Krafa um að veiða ekki makríl.
5: Tenging evrópska seðlabankans við Icesave.
6: Myntin Evra í uppnámi.
7: Og örugglega margar fleiri ástæður sem skynsamt fólk þekkir en ég gleymi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 20:37
Get verið sammála þér í stórum dráttum, en það er alsendis rangt hjá þér að "umsóknin [hafi] ratað í óvæntar ógöngur". Samfylkingin vissi alltaf út á hvað ferlið gegg en kaus að blekkja þjóðina.
Það er dálítið hlægilegt að það skuli vera Jón Bjarnason, þessi sem Samfylkingin álítur aula aldarinnar, sem kemur uppp um plottið.
Svaf Heimsýn á verðinum?
Ragnhildur Kolka, 29.8.2010 kl. 20:47
Kanntu annan???
Sigurður I B Guðmundsson, 29.8.2010 kl. 21:26
Það eina sem bjargar þessari þjóð frá spilltum Sjálfstæðisflokki er aðild að ESB.
Valsól (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 21:32
http://europa.eu/abc/12lessons/lesson_1/index_en.htm
Valsól (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 21:34
Verður þá hætt við uppboð á þúsundum heimila í haust og allir eiga oní sig og á?
Guðmundur Ingi Kristinsson, 29.8.2010 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.