Sunnudagur, 29. ágúst 2010
ESB-kosningar í desember
Ríkisstjórnin er klofin í stærsta málinu sem hún fæst við, afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg tók af öll tvímæli í liðinni viku um að umsóknin sem liggur hjá ESB um aðild Íslands er ekki á vegum ríkisstjórnarinnar. Þegar aðeins hluti ríkisstjórnarinnar, þ.e. ráðuneyti Samfylkingar, sækir um aðild er málið ónýtt.
Jóhanna Sigurðardóttir ætti að nota tækifærið þegar þingið kemur saman í næstu viku og rjúfa það og efna til kosninga í desember.
Stjórnmálaflokkar sækja sér nýtt umboð frá kjósendum og án efa verður ESB-málið eitt þeirra sem skilgreina flokka. Ef tiltölulega skýr þingmeirihluti myndast fyrir umsókn er hægt að halda ferlinu áfram. Ef ekki er málið dautt í bili.
Þjóðin þarf kosningar, stjórnmálaflokkar þurfa kosningar og við eigum þess vegna að efna til kosninga.
Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður bara að gerast..og sér í lagi varðandi VG..ég er ansi hræddur um að margir munu snúast þegar kemur að kjörkassanum sem kusu VG síðast...það stendur ekki steinn yfir steini í stefnu flokksins..og við þurfum ekkert að nefna Samspillinguna..þetta lið hefur bara eitt mál á dagskrá...sem er algerlega vonlaust mál.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.