Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Besta samantektin um aðlögun að ESB
Egill Jóhannesson forstjóri Brimborgar er með bestu samantekt á aðlögunarferlinu sem Samfylkingin hefur platað Vg til að ana út í með því að senda umsókn til Brussel í fyrra. Enginn getur eftir að hafa lesið blogg Egils efast um að Ísland er komið í aðlögunarferli. Hvorki alþingi og enn síður þjóðin hefur samþykkt þetta aðlögunarferli.
Við eigum að draga umsóknina strax tilbaka enda er það eina leiðin til að stöðva aðlögunarferlið.
Athugasemdir
Þetta var snilldarvel fundið til hjá Agli.
Ætli hann fái að birta grein í Fréttablaðinu.
...Those rules are NOT negotiable...! (90.000 blaðsiður af reglum ESB).
.....The term negoiation might be misleading in the accession process....
Merkilegt að þetta standi svona klukkuklárt.
Jón Bjarnason á skilið afsökunarbeiðni. Það er klárt.
jonasgeir (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 00:21
Það eru ekki aðeins 12 hillumetrar af lagatorfi, sem ekkert fær haggað. Til viðbótar koma úrskurðir dómstóls Evrópusambandsins, sem í maí í fyrra voru orðnir 10.322, og hafa fordæmis-/lagagildi.
Haraldur Hansson, 26.8.2010 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.