Ögmundur á pólitískt kapítal

Ráðherrar sem hvæsa á samstarfsfélaga sína í fjölmiðlum sýna þreytumerki, svo vægt sé til orða tekið. Fjölmiðlaupphlaup Össurar Skarphéðinsson gagnvart Jóni Bjarnasyni er ótvíræð vísbending um að í nánd sé uppgjör. Samfylkingin er líkt og fyrri daginn með mörg plott í gangi samtímis.

Fyrr í dag mátti lesa um fantasíu samfylkingarforkólfa að hluti þingflokks sjálfstæðismanna myndi ganga í stjórnarsæng með Samfylkingunni. Annað plott sem samfylkingarmaðurinn Gísli Baldvinsson var beðinn að koma á framfæri er að uppstokkun verði í ríkisstjórninni bráðlega.

Eina breytingin sem gæti styrkt ríkisstjórnina er að Ögmundur Jónasson gengi til liðs við hana. Ögmundur stendur fyrir málefni, hefur með sér grasrótina í Vg og víðtæka skírskotun út í samfélagið. Sannfæringastjórnmálamaður eins og Ögmundur veit líka að pólitískt kapítal gufar upp á örskoti ef málafylgja er seld fyrir valdastól.

Ögmundur er búinn að marka sér bás í Evrópumálum sem trauðla fer saman  við Brusseláfergju Össurar og félaga. Ögmundur gæti ekki hleypt nýju lífi í ríkisstjórnina nema umsóknin yrði dregin tilbaka. Og fjárfesting Samfylkingarinnar í ESB-málinu er slík að flokkurinn yrði pólitískt gjaldþrota ef aðlögunarferlið yrði stöðvað.

Ólíklegt er að Ögmundur fórni pólitískri stöðu sinni fyrir dauðvona ríkisstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Páll, heldurðu að pólitískt kapítal Ögmundar sé ekki aðeins til brúks innanflokks? Algerlega verðlaus valúta að öðru leyti?  Allur performans Vg í þessari ríkisstjórn, ætti t.d að segja sjálfstæðismönnum að flokkurinn sé ekki stjórntækur. Nú bíður maður eftir róttækum breytingum á stjórn Samfylkingar, eða býst einhver við því að Jóhanna skrimti öllu lengur? Miklu nær væri að spyrja hvernær samfylkingarfólkið fær nóg af henni. Dagar hennar eru taldir og tíminn liðinn!!

Gústaf Níelsson, 25.8.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband