Þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Snákaást Árna Þórs á lýðræði
Þingmenn Vg fengu kosningu vorið 2009 á grundvelli stefnuskrár þar sem sagði að hag Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Árni Þór Sigurðsson og nokkrir aðrir þingmenn Vg sviku kjósendur sína nokkrum vikum síðar þegar þeir samþykktu á alþingi að umsókn skyldi send til Brussel.
Málsvörn Árna Þórs er í dag að hann vilji að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu eftir að lög og reglur sambandsins hafa verið tekin upp og Ísland orðið aðlagað ESB-ríki. Fái Árni Þór að ráða mun þjóðin standa frammi fyrir orðnum hlut þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kallar Árni Þór lýðræði.
Árni Þór gerir stjórnmál að siðlausri blekkingariðju. Með framferði sínu grefur hann undan tiltrú fólks á alþingi og landsstjórninni.
Verri kostur að hætta núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta lið Steingríms í VG kann bara hreinlega ekki að skammast sín.
Það er alveg greinilegt.
Hvenær fara kjósendur VG að átta sig á því?
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 12:12
Láttu ekki svona Páll. Árni fékk vitrun frá sparisjóðnum og skipti um skoðun!
Dingli, 24.8.2010 kl. 12:42
Steingrímur hvað????? Vinstri?? Hægri?? Úreld hugtök. Vilji meiri hluta þjóðarinnar er æðsta valdið í mínum huga. Ekki dugði að stökkva helmingi stjórnarþingmanna á flótta,þegar sá sem eftir varð er hálfu verri. Þar sem fláræði,svik og glæpsamleg athæfi eru framin fyrir augum okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2010 kl. 13:12
Það er ekkert nýtt að þingmaðurinn leggi í siðlausa blekkingariðju.
Hann græddi ásamt Össuri Skarphéðinssyni margar milljónir á braski með bankabréf sem hann náði að sölsa undir sig.
Beitti síðan lygum og blekkingum þegar upp komst um braskið.
Óskiljanlegt er að félagar í VG sætti sig við þennan braskara hvað þá styðji hann.
Karl (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.