Mánudagur, 23. ágúst 2010
Aðildarsinni viðurkennir ósigur
Ísland og Noregur eru jaðarríki Evrópu og búa bæði að reynslu af yfirgangi meginlandsþjóða. Noregur var þvingaður til Svía á 19. öld og Íslendingar þekkja ráðsmennsku Dana og togstreituna við Breta og fleiri um yfirráð landhelginnar. Af sjálfu leiðir að Noregur og Ísland hafa fullan fyrirvara á íhlutun sameinaðarar Evrópu í innanríkismálefni þeirra.
Norðmenn hafa í tvígang afþakkað tilboð um að ganga í Evrópusambandið, 1972 og 1994. Íslendingar létu sér aldrei til hugar koma að sækja um aðild fyrr en Samfylkingunni tókst hvortteggja að ljúga því að þjóðinni að hægt væri að fara í óskuldbindandi aðildarviðræður og knýja Vg til að svíkja kosningaloforð um að halda Íslandi utan Evrópusambandinu.
Samfylkingunni hefnist fyrir lygina og svikin og stendur einangruð með handónýtt Evrópuupplegg.
Norskir aðildarsinnar hafa viðurkennt ósigur. Hvenær kemur að þeim íslensku?
![]() |
Andstæðingar illra afla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitthvað er ólæsið að stríða mér núna, því mér er algerlega fyrirmunað að lesa viðurkenningu á ósigri út úr orðum Iver eða þessarri frétt.
Ég les hins vegar að tilfinningaleg hindurvitna barátta gegn ESB er í fleiri löndum en á Íslandi.
Svona getur greinilega snúist fyrir manni að lesa rétt úr fréttum, er það ekki?
Gunnar G (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:59
Ekki einu sinni norski hægriflokkurinn sem löngum hefur verið einarðasti ESB innlimunarflokkurinn hefur aðild lengur á stefnu sinni.
Það vita þeir sem lesa meira en vitleysuna úr Ívari aðildarsinna í Noregi.
Þetta mál hefur lengi verið til umræðu í Noregi, enda allir nágrannirnir farnir inn í báknið.
Reynslan af því er nú ekki sérstakur. Hagvöxtur Dana sá næstlægsti í OECD og Finland á kúpunni ásamt miklu atvinnuleysi.
ESB leysir ekki vanda. ESB sendir reikninga og regluverk.
jonasgeir (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 16:08
Finnland var valið besta land í heimi af Newsweek fyrir viku síðan. Að segja að Finnland sé á kúpunni þá ertu að opinbera gífurlegt þekkingaleysi og átt þá líklega vel heima í heimssýn eða einsog ég kalla það heimsk-sýn.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 16:21
Tja, var ekki Ísland besta landið að búa í fyrir 2 árum?
Það breytir ekki því að efnahagsástandið í Finnlandi sé ömurlegt. Og ekki bætir ESB úr því. Þvert á móti ef staðreyndir eru skoðaðar og metnar af óheimsku fólki! :)
Finnar eru fínasta fólk og ágætir heim að sækja.
jonasgeir (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 16:42
Í Finnlandi eru líka mafíu glæpagengi búnir að ná undirtökum á landinu. Í könnunum þá voru um 30 þúsund innflytjendur frá ESB vegna opnunar landsins og 11 þúsund af þeim veru afbrotamenn eða ótíndir glæpamenn. Hugsið ykkur samt Finnland er miljónaþjóð og á meginlandinu en ísland sem eyríki þá er svipuð tala hér á landi sem mun í hið minnsta tvöfaldast á hverju ári 30 , 60 , 120 , 240 , 480 , og svoleiðis. Hve mörg erum við ha!!!
Valdimar Samúelsson, 23.8.2010 kl. 16:51
PS og þetta er án aðildar í ESB Þökk pólitíkusum
Valdimar Samúelsson, 23.8.2010 kl. 16:52
Ekki mikið að marka þennan vesalings Norðmann.
Þarna talar maður sem frá unglings árum sínum hefur helgað alla krafta sína og lífsbaráttu að véla þjóð sína undir ESB helsið með öllu þeim meðulum sem funndist hafa.
Nú er hann kominn á fullorðins ár og barátta hans og ævistarf allt er ónýtt og hefur engann árángur borið og markmiðið hefur aldrei verið fjarlægara og vonlausara en einmitt nú.
Þarna talar því illla vonsvikinn og bugaður maður sem játar nú loksins að ævibarátta hans var til einskis.
Þetta er svona álíka gáfulegt eins og að hafa viðtal við Jón Frímann eftir 40 ár og Ísland verður enn sjálfstætt og fullvalda Ríki án ESB helsis.
Svörin hans yrðu og munu verða svona álíka spælingarleg og snautleg eins og þessa brjóstumkennanlega og ESB sinnaðða Norðmanns.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 17:15
Valdimar.
Við erum í Schengen og EES og landamærin okkar eru nú þegar opin á jafns við ESB ríki.
Enda felst EES samningurinn um frjálst flæði fjármagns, vörur, þjónustu og FÓLKS.
Ef þú vissir þetta ekki þá hefur þú ekki hundsvit á ESB. Og átt þá vel heima í heimssýn ;)
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 17:28
Í fréttinni segir: Hann var spurður hvaða ráðum væri hægt að beita til þess að hamla gegn þeim málflutningi andstæðinga aðildar að málið snerist um þjóðhollustu og baráttu gegn erlendri ásælni. ,,Ef ég vissi það væri ég löngu búinn að nota þau," svaraði Neumann.
Í fréttinni eru bæði spyrjandinn og Neumann að vaða villu vegar eins og menn sem vilja ekki inn í Evrópuveldið meini ekki það sem þeir eru að segja og séu bara að ljúga. Já, líklegt að allir þessir menn, 60-70% beggja landa séu bara að ljúga. Rökin í fréttinnni halda ekki vatni.
Elle (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 17:29
Er grey kallinn hann Iver alveg búinn að gefast upp? Auðvitað eru mörg rök sem mæla móti aðild og örugglega jafnmörg sem mæla með. Með því að láta þjóðina kjósa og gefa aðilum tækifæri að kynna málstað sinn, eins og gert var mjög vel í Noregi, Sviss og einstaka löndum (fyrrum austur) Evrópu hlýtur fólk að vera nógu upplýst. í Noregi er meira segja búið að kjósa um þetta tvisvar.
Greinilega er Norðmönnum ágætlega borgið utan ESB og menn verða því bara að sætta sig við það eða hafa þriðju kosninguna, t.d 2012 (20 ára fresti, það væri flott). Þða er allavegana fáránleg afsökun að búið sé að hræða fólk frá, greinilega hafa rökin með ekki vegið nógu þungt hjá kjósendum (vona persónulega auðvitað að kosið verði með aðild hér, en mun taka því ógrátandi ef meirihluti þjóðar vill ekki fara inn)
Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 17:54
Þessi pistill gæti frekar borið fyrirsögnina: Andsinni snýr öllu á haus - eins og venjulega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2010 kl. 18:40
Hvað er andsinni?? Kannski andi í andaglasi? Getur ekki verið að þið hin standið á haus, á hvolfi, öfugsnúnir??
Elle (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 18:55
Er það ekki ágætlega ljóst af orðum þess norska hvers vegna hann telur sig sigraðan í ESB umræðunni?
"Hann var spurður hvaða ráðum væri hægt að beita til þess að hamla gegn þeim málflutningi andstæðinga aðildar að málið snerist um þjóðhollustu og baráttu gegn erlendri ásælni. ,,Ef ég vissi það væri ég löngu búinn að nota þau," svaraði Neumann."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 20:42
Ég held að hann sé bara orðlaus útaf vitleysunni sem veltur útur NEI-sinnum.
Útlendingaóttin er kominn útí rugl hjá þeim.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 21:02
Enginn útlendingaótti. Heldur er það ein af lygum ykkar.
Elle (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 21:12
hvað kallaru þá "baráttu gegn erlendri ásælni?"
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 21:30
Barátta gegn fávísu fólki sem ætlar að afsala börnum okkar framtíð sinni.
Njáll (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 01:04
Njáll. Þú vilt kannski útskýra þessa fullyrðingu betur.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.8.2010 kl. 04:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.