Mánudagur, 23. ágúst 2010
Umboðslaus aðlögun að ESB
Hvorki þjóðin né alþingi hafa veitt ríkisstjórninni heimild til að aðlaga stjórnkerfið að kröfum Evrópusambandsins. Umboðslaus upptaka laga og reglna Evrópusambandsins sýnir villigötur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir. Helsta ráð utanríkisráðherra er að bjóða þjóðinni mútufé frá Brussel í þeirri von að kaupa fylgi við feigðarflanið.
Alþingi ber að taka hið fyrsta á dagskrá fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka.
Umræðan um hvort Ísland ætti að sækja um var öll í skötulíki þar sem aðildarsinnar blekktu fólk til að halda að í boði væru óskuldbindandi viðræður.
ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju að draga til baka umsóknina? Afhverju ekki að sjá hvað viðræður bera úr skauti og taka svo ákvörðun í samræmi við það? Ég er ekki sérstakur aðdáandi ESB en fyrir mína hagsmuni vil ég sjá hvort ég og mín fjölskylda muni hafa það betra eða verra ef Ísland er aðili að ESB. Það fáum við ekki að sjá án viðræðna. Hræðsluáróður gegn inngöngu eru ekki rök.
Guðmundur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 09:43
Bull og vitleysa! Ríkisstjórnin hefur fullt umboð til að bæta og betra íslenska stjórnsýslu. Þá skiptir ekki máli hvort ábendingar koma frá WHO, EFTA, WTO, Gallup, Noregi, ESB eða öðrum. Slakaðu bara á Palli - þú færð að kjósa þegar þar að kemur. Treystu löndum þínum.
Einar Solheim, 23.8.2010 kl. 10:00
Guðmundur.
Það liggur alveg fyrir hvað ESB ríkjasambandið er er og hvaða reglur og umgjörð það býður þegnum sínum.
Það hefur einnig komið fram hjá helstu forsvarsmönnum Sambandsins að ekki er hægt að veita neinar undanþágur frá þessu regluverki til Íslands, nema þá að einhverju leyti tímabundna aðlögun. Formlegar undanþágur sem ESB hefur áður veitt í samningum við önnur ríki t.d. í landbúnaðarmálum vegna Finnlands, hafa svo í mörgum tilfellum ekki reynst pappírsins virði.
Vegna þess að ESB dómstóllinn hefur dæmt þær ólöglegar þar sem þær stönguðust á við jafnræðisreglur Sambandsins, eða annað regluverk sem er rétthærra en einstakir samningar.
Því á bara að kjósa um þetta í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu núna sem fyrst, það er: Eigum við að halda þessu rándýra samnings- og aðlögunarferli við ESB áfram eða eigum við að hætta því.
Þeir sem finnst þeir ekki búnir að sjá nóg og vilja sjá endapunktinn þeir greiða þá auðvitað atkvæði með því að þessu ferli verði haldið áfram, en við hin sem höfum séð nóg og teljum okkur vel vita hvað er í boðinu hjá ESB segjum NEI.
Þannig einfaldlega virkar beint og milliliðalaust lýðræði eins og það best gerist.
Ég er á móti því að Alþingi eitt og sér geti afturkallað ESB umsóknina áður en málinu sé fyrst vísað til þjóðarinnar, eins og reyndar hefði átt að gerast áður en haldið var í þessa helför til Brussel en var því miður ekki gert.
Gunnlaugur I., 23.8.2010 kl. 10:03
Einar Solheim, þegar húsið er að brenna þá fer maður ekki að taka til.
Þetta er ESB sinnum fyrirmunað að skilja.
Njáll (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 11:01
Njáll - ömurleg samlíking.
Þegar húsið er brunnið, þá leggur maður grunninn að nýju. Nýtt hús verður ekki byggt á grundvelli krónunnar, heldur þurfum við traustara efnahagsumhverfi sem við fáum með Evru og ESB.
Einar Solheim, 23.8.2010 kl. 11:07
Ég legg til að þú skoðir málið betur Einar! Hvenær og við hvaða aðstæður ætlar þú svo Íslandi að geta tekið upp Evruna? Við erum svo himinn langt frá að eiga möguleika til þess.
Skoðaðu nú endilega um þau 5 atriði sérstaklega sem þjóðir þurfa að hafa til að geta tekið upp evruna. Farðu nú vel yfir hvort og berðu saman skuldir okkar varðandi þessi atriði.
Athugaðu nú vel og vandlega Mastricht agreement.
Guðni Karl Harðarson, 23.8.2010 kl. 11:20
Nú þegar ljós er orðið að aðlögun að ESB er hafin á að stöðva við og leggja málið í dóm Þjóðarinnar, þar er ég sammála Gunnlaugi. Það hefur og var aldrei talað um að til að geta skoðað í pakkann þyrfti að breyta stjórnkerfi landsins að hætti ESB, hér var því komið aftan að þjóðinni og þeir ESB sinnar sem tala hátt um lýðræðið ættu að fagna slíkri kosningu þar sem þjóninn segir þá sitt um hvort hún sé sátt við þessa aðlögun og hvort hún vill halda viðræðum áfram. Til hvers er verið að setja á laggirnar stjórnlagaþing ef við eigum að taka allar þær reglur sem skipta þjóðanna máli beint frá ESB og það án þess að þjóðin fá neitt um það ráðið.
Rafn Gíslason, 23.8.2010 kl. 12:34
Rafn, það er 7 liðurinn í lögunum um stjórnlagaþing sem fjallar um þetta. En um þann lið þurfa þingmenn stjórnlagaþingsins sérstaklega að berjast! Um þann lið fjallar sjálfstæði þjóðarinna m.a.
Það er hægt að hafa áhrif á þetta inni á stjórnlagaþingi. Það er síðan bara aðeins 1 liður um þetta mál í lögunum. En stjórnlagaþingið fjallar um miklu meira.
Samanber 3 grein:
Viðfangsefni.
1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu hugtök hennar.
2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdavalds og valdmörk þeirra.
3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal frumvarp til stjórnskipunarlaga.
7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.
Stjórnlagaþing getur ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætt en getið er í 1. mgr.
Síðan eru fullt af málum sem þarf að ræða varðandi stjórnarskrána. Mannréttindamál og margt fleira.
Guðni Karl Harðarson, 23.8.2010 kl. 13:01
Þetta snýst ekki síst um milljarðana sem þjóðin er að setja í vitleysuna og þá mútumilljarða sem eru settir í ESB vildarvini frá Brussel og spillinguna sem því fylgir. Lygarnar og svikin um pakkaskoðunina ætti að nægja hverjum sæmilega gefnum að segja hingað og ekki lengra. Svona gera menn ekki. En um leið eru öll óheilindin sem frammámenn ESB sinna hafa sýnt, trygging þess að málið er andvana fætt. Því ber þeim að þakka. En það er leitt að verða vitni að annarri eins peninga, tíma og orkusóun og þetta rugluverkefni hefur verið. Að aðeins um 25% fylgi með inngöngunni er brandari útaf fyrir sig, og örugglega hefur aldrei mælst viðlíka andstaða í nokkru ríki þegar ferlið hefur verið komið jafn langt og hjá okkur.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:07
Guðni - sjáum bara hvað kemur út úr viðræðunum. Ef við fáum ESB til að hjálpa okkur með að halda stjórn á krónunni þá verðum við ekki í vandræðum með að uppfylla Mastricht. Allt okkar fjármálaklúður og óstöðugleiki síðustu 100 ár má rekja til krónunnar.
Ef okkur er hins vegar ætlað að halda verðbólgu á Íslandi innan viðmiðunarmarka án utanaðkomandi aðstoðar, þá getum við bara gleymt þessu. Þeim mun mikilvægara að sjá hverju aðildarviðræðurnar skila.
Einar Solheim, 23.8.2010 kl. 18:42
Einar,gjaldeiri þjóðarinnar sveiplast eftir efnahag þjóðarinnar, þ.a.s.efnahagur þjóða sem byggja efnahag þjóðar sinnar á vinnu úr "náttúrulegra" úrvinnslu heldur en Iðnaðars. Ástæða þess er sú aðþað er ekki hægt að áætla með það, td ef sýking kemur um eða ef fiskurinn hverfur. Með inngaungu erum við reyndar að tefbla á svipaðan stöðugleika og Svíar(fyrir utan að við höfum ekki bílafyrirtæki, bakara-vélaframleiðanda eða neinn slíkan iðnað), þarað seiga söðugan lélegan efnahag.
Á hverju vilt þú byggja þitt framtíðar Ísland(atvinnulega séð) innan ESB(allir þurfa að hafa vinnu og vertu raunsær, Iðnaður gengurt ekki vegna fjarlægðar), með þær forsendur að við töpum landbúnaðinum(89%eins og Svíar, Danir og Finnar) og sjáfarútveginn(98% eins og Bretar)? Þetta er auka atvinnuleysi uppá 50.000-60.000 manns?
Brynjar Þór Guðmundsson, 23.8.2010 kl. 22:13
Einar Solheim, þetta er hárrétt myndlíking. Kjánalegur útúrsnúningur hjá þér. Góð ábending hjá þér Brynjar Þór.
Njáll (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 01:11
...að auki Einar Solheim þá byggjum við ekki framtíð okkar á gjaldmiðli sem sveiflast eftir efnahag stórþjóða sem eiga ekkert skylt eða efnahagslega sameiginlegt með íslenskum efnahag. Það kallar á vandamál. Evran stendur á krossgötum og vandamálin þar fara vaxandi af þessum sökum.
Njáll (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.