Þrautavaralán til þjófa

Björgólfur Thor reynir að spinna sig frá ábyrgð af hruninu og starfrækir vefsíðu í þeim tilgangi. Einn spuninn fékk góðar undirtektir í Baugstíðindum. Tilbúningurinn gengur út á að Davíð Oddsson hafi komið í veg fyrir að Seðlabankinn tæki lán í útlöndum til að bjarga íslensku bönkunum frá falli. Ályktunin sem áheyrendur spunans eiga að draga er að þáverandi seðlabankastjóri beri ábyrgð á hruni bankanna með því að útvega ekki þrautavaralán frá útlöndum.

Baugstíðindi taka málið upp enda fellur tilbúningurinn við áróður Jóns Ásgeirs að Davíð Oddsson beri ábyrgð á flestu því sem illa hefur farið á Íslandi frá landnámi.

Flestir óbrjálaðir sjá þó í hendi sér að þrautavaralán til þjófa er sambærilegt við að nota bensín til að slökkva eld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna er ekki búið að stynga þessum glæpamanni inn ?

Jú, það eru klíkurnar í þessu þjóðfélagi, með þig sem hjápamann, sem koma í veg fyrir það !

Sjálfstæðisflokkurinn, Björgúlfur og ICESAVE er órufjanlegur hluti !!!!

Hvers vegna nennir þú ekki að minnast á þetta mál ???

JR (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 01:50

2 identicon

Það er til dómur Hæstaréttar í Hafskipsmálinu, öllum aðgengilegur, að slíkum mönnum sem fölsuðu það  bókhald af áður ókunnugri íþrótt væri seldur Banki þjóðarinniar er með öllu ósiljanlegt. O.s.f. á öðrum sameiginlegum eignum okkar. Ættli okkar þingmenn séu kannski á launum hjá...Að lokum; skrifað er í bók útgefin 1903; ódýrasta fjárfesting sem til er,er að eiga þingmann, því hún krefst hvorki líkamlegrar né andlegrar vinnu.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 04:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baugstíðindi! Spuni? "

Tilbúningurinn gengur út á að Davíð Oddsson hafi komið í veg fyrir að Seðlabankinn tæki lán í útlöndum til að bjarga íslensku bönkunum frá falli." 

  Eru þetta fréttir sem koma á óvart? Lét ekki Davíð undir höfuð leggjast að taka það lán sem ríkisstjórnin hafði falið honum að taka til að treysta Seðlabankann?

Hældi hann sér ekki einmitt af því að hafa sparað ríkinu milljarða í vaxtagreiðslum með því að taka ekki þetta lán?

Og að lokum: Fleygði Seðlabankinn ekki milljörðum í þrautavaralán- eða hvað það ætti að kallast- til þjófanna þegar sírenurnar voru farnar í gang?

Davíð Oddson! Davíð bar ekki ábyrgð á hruni bankanna nema að litlu leyti. En Davíð gerði hvert axarskaftið af öðru í aðdraganda þess og fyrstu viðbrögðum eins og víða hefur komið fram og allir sjá sem vilja sjá.

Árni Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband