Nýtt sérfræðiálit: Við eigum ekki að borga Icesave

Norskur sérfræðingur á sviði Evrópuréttar hefur skrifað greinargerð um lögfræðileg álitamál í Icesave-deilu okkar við Breta og Hollendinga. Niðurstða Peter Örebech er skýr og ótvíræð; við eigum ekki að borga. Í samantekt skrifar Örebech

Thus the following is the result of this survey: Neither the government nor the people of Iceland should pay for the failing Icesave bank. The Landsbanki – Icesave CEO's responsibility is redoubtable. Depositors should critically assess bank leadership before trusting private funding to the bank. The bank deposit rules are published and notified. Persons seeking high profits are also seeking high risks.

Málið er klárt og kvitt. Ef ekki væri fyrir handvömm ríkisstjórnarinnar og löngun Samfylkingarinnar í Evrópusambandið væri Icesave komið út af borðinu.


mbl.is Ekki komin dagsetning á viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Hafa nossarar ekki heyrt um jafnræðisregluna?  Hljómar nú ekki eins og álit manns sem hefur skoðað málin til hlýtar...

Einar Solheim, 20.8.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Páll. Það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar með Davíð í Seðlabankanum sem "garanteraði" IceSave-skuldirnar. Því má sífellt spyrja sig. Hvers vegna er Steingrímur Joð helsti hvatamaðurinn að samningi í dag og sjálfstæðisFLokkurinn á móti. Eina haldbæra skýringin er að annar er í stjórn en hinn í stjórnarandstöðu.

Það er enginn málefnalegur ágreiningur þegar komið er að stjórnsýslunni. Þetta ruglar venjulegt fólk og á að gera það samkvæmt reglum stjórnmálanna. Maður á aldrei að vita hvar maður hefur neinn. Allt galopið.

Gísli Ingvarsson, 20.8.2010 kl. 15:15

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Einar: Það reyndi aldrei á jafnræðisregluna í þessu máli. Ríkisstjórnin gaf pólitískt fyrirheit um ábyrgð á „íslenskum innistæðum“, sem aldrei voru skilgreindar til þrautar. Í því samhengi er og rétt að muna að Tryggingasjóður hefur heimild til þess að greiða út innstæður í íslenskum krónum óháð því í hvaða miðli þær voru lagðar inn eða varðveittar. Það fyrirheit var hins vegar ekki undirbyggt með löggjöf. Þrátt fyrir hald margra er það misskilningur að um þetta hafi verið á kveðið í neyðarlögunum illræmdu. En jafnvel þó svo hefði verið hefði ekki reynt á jafnræðisregluna, því bresk og hollensk stjórnvöld tóku af okkur ómakið og hófu skipulagningu og útgreiðslu innstæðna í samræmi við eigin lög, reglugerðir og pólitíska hentisemi.

Gísli: Með hvaða hætti telur þú að Icesave-skuldirnar hafi verið „garanteraðar“? Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féllst illu heilli (hún var í úlfakreppu og fékk gallaða ráðleggingu úr utanríkisráðuneytinu) á að ganga til samninga um Icesave, þegar henni var gert ljóst að við Evrópusambandið allt var að eiga. Evrópusambandið stóð hins vegar ekki við sitt og hefur æ síðan látið eins og þetta séu tvö tvíhliða mál milli Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar. Af þeirri ástæðu einni væri einfalt mál að fella talið og benda Bretum og Hollendingum kurteislega á þeirra lagalegu úrræði.

Á þessu vandamáli eru engar einfaldar lausnir. Draumórar um pólitískar eða diplómatískar lausnir hafa allir breyst í martraðir og gert hlut Íslands enn verri en í upphafi. Viðsemjendurnir og ESB hafa farið fram af fyllstu hörku og ekki sýnt snefil af sanngirni, þó fyrir liggi að ábyrgð þeirra sé mikil, að fjárfestar eigi ekki að vera skaðlausir af áhættu, að meirihluti hinna ætluðu „skulda“ sé ekki vegna uppfyllingar innstæðutrygginga heldur ákvarðana hollenskra og breskra stjórnvalda, að eignir sem lágu að baki reikningunum hafi ónýst að miklu leyti fyrir beinan tilverknað þessara sömu stjórnvalda o.s.frv. Fyrir öllu þessu hafa íslenskir samningamenn núverandi ríkisstjórnar glúpnað. Svo mjög að haft var eftir breskum samningamanni eftir að hann bauð Svavari Gestssyni út í hádegismat, að hann hefði „náð honum. Algjörlega.“ Það reyndist rétt athugað.

Úr því sem komið er skyldu menn engra griða vænta að utan. Þar hafa menn nægan tíma og þeir munu ekki gefa sig í neinu sem máli skiptir. Minnsta eftirgjöf myndi hafa í för með sér pólitískan kostnað og viðurkenningu embættismannakerfisins að það hafi ekki farið fram af nægilegri skynsemi. Íslendingar eiga ekkert inni hjá þeim.

Þess vegna er aðeins ein leið eftir, sú hin sama og átti að fara í öndverðu: Að fara að íslenskum lögum um innstæðutryggingar samkvæmt bókstafnum og láta reyna á málið fyrir bærum dómstólum: héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti. Það er kröfuhafanna að gera það.

Andrés Magnússon, 20.8.2010 kl. 16:05

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Án þess að ég sé að draga úr þessari færslu erum við ekki að tala um sama Peter Örebech sem hefur komið hér á vegum Heimssýnar og LÍÚ. Hann er virkur meðlimur í NEI til EU í Norgegi. Finnst nú hæpið að vitna í þennan mann sem algjöran óskeikulan mann.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.8.2010 kl. 16:28

5 Smámynd: Einar Solheim

Andrés:  Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.  Er samt skíthræddur við hörðu línuna "við neitum að borga".  Með góðum samningi við breta og hollendinga gætum við komist í gegnum þessa kreppu.  Fari málið fyrir dómsstóla/gerðardóm og í ljós kemur að ábyrgðin sé ekki okkar, þá erum við auðvitað í góðum málum.  Verði það hins vegar ofan á að okkur beri að tryggja allt til fulls getum við alveg eins gleymt því að okkar kynslóð muni nokkurn tíman hafa ásættanleg lífsgæði á Íslandi.  Do you feel lucky? :)

Það sem þó helst truflar mig við IceSave er að þeir sem mest berjast gegn því að greiða eru þeir sem vilja ekki  ganga í ESB.  Það segir mér tvennt:

1)  Þetta fólk er að nota IceSave málið í sinni hagsmunagæslu gegn inngöngu í ESB.

2)  Þetta fólk hefur dómgreind á við kartölu.

Ef fram kæmu trúverðugir aðilar með hag þjóðarinnar í fyrirrúmi, sem styðja inngöngu Íslands í ESB, og myndu halda því fram að IceSave bæri ekki að greiða, þá fyrst myndi maður geta hlustað.  Þór Saari er reyndar einn þeirra sem mér sýnist telja aðild að ESB til gagns, en hefur verið skeptískur á að greiða IceSave.  Vandamálið er bara að hann hefur borið það með sér að vera lýðsskrumari og eins og ég var nú ánægður með hann í kosningarbaráttunni þá hefur hann fallið á nokkrum prófum. 

Einar Solheim, 20.8.2010 kl. 17:10

6 identicon

Gísli Ingvarsson.  Hvenær og hvernig "garanteraði" sjálfstæðisflokkurinn Icesave greiðslurnar?

Þetta er partur af nefndaráliti sem fjárlaganefndin skrifaði og má finna á Alþingisvefnum.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur skýrt frá sömu niðurstöðu og Svavar Gestsson gerir í blaðagrein þar sem kemur skýrt fram að öll samningavinna á milli Íslands og Hollands hefði verið núllstillt þegar Bretar komu inn í þríhliða samningagerð og Brussel viðmiðinn voru samþykkt.  Þau þýddu upphaf samningagerðarinnar og allt annað fallið úr gildi.

ii. Nefndarálit. Fjárlaganefndar. Óformlegar viðræður við Hollendinga 11. október 2008.

“Nokkrum dögum eftir að Landsbankinn var tekinn yfir fóru fram óformlegar viðræður við Hollendinga vegna Icesave-skuldbindinganna. Afrakstur þeirra var minnisblað (Memorandum of Understanding) sem var undirritað þann 11. október 2008. Í því var lagt til að gerður yrði 10 ára lánasamningur sem bæri 6,7% vexti. Enginn bindandi samningur komst þó á milli aðila. Sama dag og undirritun minnisblaðsins fór fram ræddi forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, við starfsbróður sinn í Hollandi og afturkallaði það. Í byrjun desember lýstu Hollendingar því svo yfir að þeir væru reiðubúnir til að ganga til samningaviðræðna á grundvelli hinna umsömdu viðmiða en þær drógust eins og síðar verður rakið.

Því hefur verið haldið fram að þetta minnisblað hafi bundið hendur samninganefndar við samningsgerðina og gert þeim erfitt um vik að semja um betri kjör. 1. minni hluti hafnar þessu alfarið enda augljóst að enginn samningur var kominn á. Í fyrsta lagi var minnisblaðið afturkallað af forsætisráðherra. Í öðru lagi sömdu Hollendingar með öðrum aðilum málsins um umsamin viðmið sem ættu að vera grundvöllur samningaviðræðna vegna Icesave-skuldbindinganna og síðast en ekki síst lýstu Hollendingar því yfir í desember, tveimur mánuðum eftir undirritun minnisblaðsins, að þeir væru reiðubúnir til að semja um skuldbindingarnar á nýjum forsendum. Slík yfirlýsing hefði verið óþörf hefði samningur þá þegar verið kominn á.

Fyrsti minni hluti áréttar að fráleitt er að unnt sé að halda því fram að með minnisblaðinu umrædda hafi komist á samningur og skilmálar ákveðnir. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, staðfesti þennan skilning á fundi fjárlaganefndar og sagði að þetta blað hefði ekki haft áhrif eða truflað störf samninganefndar heldur væri eingöngu minnisblað.”

 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:24

7 identicon

PS.  Annars tæklar Andrés Magnússon málið að öryggi.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:29

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gísli Ingvarsson og Magnús Helgi Björgvinsson sýna sig að vera hér jafn-ömurlegir málsvarar verstu fjenda þjóðarinnar eins og þeim hefur hingað til verið tamt á netinu. Til Einars Solheim þekki ég ekki, en hann opinberar hér ofstæki sitt og rörsýni:

"Ef fram kæmu trúverðugir aðilar með hag þjóðarinnar í fyrirrúmi, sem styðja inngöngu Íslands í ESB, og myndu halda því fram að IceSave bæri ekki að greiða, þá fyrst myndi maður geta hlustað."

Að andstæðingar Icesave séu allir andstæðingar innlimunar í ESB, gæti svo sem verið nógu ágætt í mínum huga, þar sem allur þorri þjóðarinnar felldi Icesave-ólögin, en ég veit vel, að andstaðan við þetta tvennt fer ekki alltaf saman, t.d. eru menn í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave (m.a. í stjórninni), sem ekki eru búnir að gera ESB-málið upp við sig eða eru jafnvel fylgjandi "aðild" (= innlimun). En vitaskuld eru það sannir Íslendingar og fyllilega marktækir í málum, sem lýsa sig andstæðinga þess, að mestallt löggjafarvald okkar verði flutt úr landi og forræði Íslands komið í hendur á valdastofnunum eins og ráðherraráðinu þar sem við "réðum" 0,06% atkvæða, en fjögur stærstu ríkin 53%, til þess að hossast undir Evrópuríkjasambandi "með metnað til að verða "Großmacht" (stórveldi) og “heimsveldi”.

Jón Valur Jensson, 20.8.2010 kl. 19:42

9 identicon

Er Einar Sólheim ekki landflótta Íslendingur í Noregi

Decker (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 22:13

10 Smámynd: Einar Solheim

Jón Valur: Þegar það fyrsta sem ég les þegar ég ætlaði að skoða "Þjóðarheiður" er "Steingrímur J. Sigfússon: "Við höfum gert okkur VONIR um að það komist hreyfing á hlutina" = að semja sem fyrst við óvini okkar um Icesave!!!", þá les ég ekki meira. Þetta er sami öfgafulli skítur og maður er vanur að lesa frá þér og öðrum um IceSave og ESB. Gjörsamlega ómarktækt. Bretar og Hollendingar eru ekki óvinir okkar. Bretar eru ein okkar stærsta viðskiptaþjóð og hollendingar hafa alltaf verið sérlega hrifnir af okkur íslendingum. Jú - við eigum þessa stundina í viðskiptadeilu við þá og það getur farið hvernig sem er, en óvinir okkar eru þeir ekki.

Eins og fram hefur komið er ávinningur okkar að inngöngu í ESB a.m.k. 200 milljarðar á ári - það setur þetta IceSave mál aðeins í samhengi hvar forgangsröðun okkar ætti að vera.

Jón Valur - þó svo að þú ert orðinn gamall og átt þitt hús - mögulega skuldlaust - þá er lífið með krónunni ekki lengur boðlegt fyrir hvorki mig né börn mín. Að vera eða vera ekki í ESB er í raun smámál - við erum svo gott sem þar hvort sem er. Ég myndi ekki gráta mig í svefn yfir því að vera ekki í ESB ef við fengjum t.d. að taka þátt í evrusamstarfinu án formlegrar inngöngu í sambandið. Ég tel þó að í heildina séum við betur stödd bæði með evru og inni í sambandinu (sem þú er augljóslega ekki sammála og álítur meg væntanlega landráðamann eins öfgafullur og þú ert).

Einar Solheim, 21.8.2010 kl. 06:21

11 Smámynd: Einar Solheim

Decker - rétt er það! Lifi rólegu og hamingjusömu lífi hérna úti í Noregi :) Mæli eindregið með því fyrir alla sem eru orðnir þreyttir á öfgunum heima á Íslandi. Maður kann ekki að meta stöðugleikan fyrr en maður hefur upplifað hann, og veran hérna hefur sýnt mér enn frekar hversu fáránlegur málflutningur manna eins og Jóns Vals er.

Einar Solheim, 21.8.2010 kl. 06:24

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Einar Solheim, með því að þjarma að okkur Íslendingum með ÓLÖGVARINNI kröfu sinni um að við – ríkissjóður og landsmenn – borgum einkaskuld einkabanka, hafa ríkisstjórnir Breta og Hollendinga gert sig að óvinum þjóðar okkar. Bretastjórn raunar ekki í fyrsta sinn, sbr. yfirgang þeirra á miðunum hér strax um aldamótin 1900 og í landhelgisstríðunum.

Það er nú bara fyndið að sjá þessa aumlegu játningu þína, að þú þorir ekki eða hefur ekki þanþol í að lesa vissa grein á vefsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, af þvi að sjálfur ertu svo fordómafullur og mikill "greiðslusinni"! En af hverju ertu ekki strax byrjaður að borga þeim úr þinni buddu? Er þér eitthvað að vanbúnaði?!

Hollendingar hafa nú ekki verið hrifnari en svo af Íslandi, að þeir vildu ekki einu sinni kaupa landið af Danakonungi fyrir litla peninga í raun.

Þú gerir þig enn hlægilegri sem álf út úr hól með setningu þinni: "Eins og fram hefur komið er ávinningur okkar að inngöngu í ESB a.m.k. 200 milljarðar á ári," sem er óhugnananlega gróf fölsun og vitleysa, enda fylgir þessu ekki minnsti vottur af tilraun til sönnunar!

Þú trúir kannski á allt það, sem kemur upp úr belgnum á vissum ráðherra?

Læt þetta nægja sem minn fyrri skammt.

Jón Valur Jensson, 21.8.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband