Bankarnir eru tímasprengja

Ríkisstjórnin mokar hundruðum milljarða í fjármálastofnanir sem eru með ónýt gengislán í sínum bókum. Ríkisstjórnin gerir ekkert í rúmt ár með þá vitneskju að bankarnir eru með falska undirstöðu. Samtímis heldur ríkisstjórnin áfram rekstri útrásarsamsetninga eins og Byr sparisjóðs sem þó er gjaldþrota.

Endurreistu bankarir eru ríkisvætt ábyrgðarleysi. Skilanefndir/slitastjórnir gömlu bankanna eiga þá í óljósu umboði kröfuhafa sem aftur eru margir ónafngreindir.

Í skjóli ábyrgðarleysis halda bankarnir áfram útrásarekstri eins og Baugs/Haga og 365-miðla og hamlar þar með nýjum aðilum aðgang að markaði sem valdaður af bandalagi ríkisbanka og fallinna útrásarauðmana.

Vinstristjórn Jóhönnu er með gjaldþrota og glæpavætt fjármálakerfi og finnst það bara allt í lagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst það bara meira en allt í lagi.

Vinnur aktíft að því að viðhalda ósköpunum.  

Getur ekki einu sinni sent viðskiptaráðherran í frí enda hefur hann unnið "góða" vinnu í akkúrat þessu samhengi. 

Þar sem sannleikurinn þolir ekki einu sinni dagsljósið.

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 10:50

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Tímasprengja á brauðfótum...ofmetnustu stofnanir sem til eru í heiminum...flott blogg hjá Páll.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.8.2010 kl. 11:22

3 identicon

Nú hefur Páll Vilhjálmsson heldur betur rétt fyrir sér. En hvaða flokkar hefðu tekið þessi mál öðrum tökum? Ég sé þá ekki, þeir hafa enn ekki litið dagsins ljós. Því segi ég enn einu sinni, aðeins EU getur bjargað okkar málum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 11:56

4 identicon

Þetta er sérkennileg röksemdarfærsla Haukur.

Af því þú veist ekki hver getur brugðist rétt við þá hlýtur bara einhver annar eins og EU að geta bjargað okkur.

Þetta er bara alls ekki skynsamlegt.  Alls ekki.

Lestu þetta um Evrópu og peningaheimin.  Bara lítið dæmi um vitleysuna þar.  Þú vilt ekki líka taka þátt í að borga þetta, því eins flestir kratar senda Evrópukratarnir reikningin á almenning:

http://www.bloomberg.com/news/2010-08-01/banks-face-122-billion-bond-tab-as-europe-pays-up-to-sell-credit-markets.html

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 12:07

5 identicon

Haukur fær verðlaunin fyrir magnaðasta innlegg vikunnar.  Er nema von að Samfylkingin er jafn gæfulegur flokkur og raun ber vitni.

Varðandi málefna bankanna þá er vert að hafa í huga að.:

Jónína S. Lárusdóttir var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins og starfar nú hjá Arion Banka sem yfirlögfræðingur hans.  Hún er gift Birgi Guðmundssyni, fyrrum viðskiptastjóra hjá gamla Landsbankanum í London og núverandi nefndarmanni skilanefnd Landsbanka Íslands.

Herdísi Hallmarsdóttur hæstaréttarlögmaður sem situr í slitstjórn Landsbanka Íslands er eiginkona Magnúsar Orra Schram þingmanns Samfylkingarinnar.

Ingvi Örn Kristinsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar sem situr í umboði Samfylkingarinnar.  Ingi var framkvæmdastjóri verðbréfasviðs gamla Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sem situr í umboði Samfylkingarinnar.

Benedikt Stefánsson
var einn lykilmanna greiningardeildar gamla Landsbankans er aðstoðarmaður raðlygarans Gylfa Magnússonar sem er ekki kjörinn af þjóðinni heldur sérvalinn efnahags- og viðskiptaráðherra af og í umboði Samfylkingarinnar.

Björn Rúnar
Guðmundsson
er skrifstofustjóri í efnahags - og viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í greiningardeild gamla Landsbankans.  Efnahags - og viðskiptaráðuneytið er á ábyrgð Samfylkingarinnar.

Edda Rós Karlsdóttir er fulltrúi Íslands í AGS í umboði Samfylkingarinnar.
Hún var forstöðumaður greiningardeildar gamla Landsbankans

Arnar Guðmundsson var starfsmaður greiningardeildar gamla Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í umboði Vinstri grænna.

(Sjálfsagt er um fleiri dæmi að ræða)

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 13:23

6 identicon

PS. Leiðr.  Auðvitða er Katrín Júlíusdóttir Samfylkingarráðherra eins og allir hinir sem hafa lykilstarfsmenn föllnu bankanna sem aðstoðarmenn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 13:29

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fín samantekt hjá Guðmundi 2. Gunnarssyni.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband