Útrás II í sauðagæru

Fallinn íslenskur auðmaður stendur á bakvið nafnlaust tilboð erlendra aðila í Íslandsbanka. Allt frá hruni hafa óreiðumenn Íslands reynt að fela sig á bakvið útlend nöfn. Jón Ásgeir Baugsstjóri flutti inn viðskiptafélaga sinn i miðju hruni til að gera tilboð í rústirnar. 

Nokkru seinna kom skringilegur Ástrali, Steve Cosser, sem sagðist eiga 320 milljarða króna til að eyða hér á landi. Cosser hafði sérstakan áhuga á fjölmiðlarekstri enda frægt um víða veröld að hagnaðurinn af fjölmiðlun á Íslandi slær öll met - hafi maður áhuga að vera með Samfylkinguna í vasanum.

Á meðan auðmennirnir íslensku eru ekki komnir undir manna hendur á ekki að selja banka eða lykilrekstur. Annars fáum við útrás II.


mbl.is Misstu áhugann í kjölfar dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Páll þú ert með þetta! Ég vissi það allan tíman og því er ekki nema ein leið bankakerfið fer aftur og allir peningarnir sem stjórnvöld settu til að endurreysa það eru tapaðir!

Sigurður Haraldsson, 13.8.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband