Föstudagur, 13. ágúst 2010
Evrópuherinn
Evrópusambandið hefur á að skipa viðbragðshersveitum og í Lissabonsáttmálanum eru heimildir fyrir hernaðaruppbyggingu. Aðildarsinnar viðurkenna loksins þessar staðreyndir en lengi vel neituðu þeir blákalt að til væri hernaðarþáttur í starfi Evrópusambandsins.
Umræðan snýst núna um að Íslendingar munu án efa fá undaþágu frá hernaðarhluta sambandsins og er vísað til Íra í því samhengi. Sérstök bókun var gerð um að Evrópusambandið virði hlutleysi Íra.
Stríð er aðgerð til að þvinga vilja sínum upp á andstæðinginn*, skrifaði faðir evrópskrar hernaðarhyggju, Karl von Clausewitz, fyrir 200 árum.
Kæmi að hervæðingu Evrópusambandsins yrði Ísland með sín 0,6 prósent áhrif ekki spurt álits - færi svo illa að Íslendingar gengju sambandinu á hönd.
*Der Krieg ist also ein Akt der Gewalt, um den Gegner zur Erfüllung unseres Willens zu zwingen.
Athugasemdir
Þetta er mjög mikilvægt atriði sem vegna jafnræðisreglunnar frægu getur ekki verið létt að víkjast undan fyrir hraust ungt fólk hér á landi þegar kallið í stríð eða hergæslu kemur.
Það eru fáir sem vilja senda börnin sín í stríð.
Tilvist í Evrópusambandinu getur ekki verið þess virði.
(....Fyrir utan alla hina ókostina... )
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 08:11
Það er sérstaklega ánægjulegt að eiga rökræður við ESB sinna varðandi hernaðarbrölt ESB. Þeir fara á límingunum þegar þeim er bent á þá einföldu staðreynd að helstu þjóðhöfðingjar ESB hafa ítrekað lýst yfir þeim áformum, sem auðveldlega má finna á veraldarvefnum, sem er þegar eru hafnar. Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir, Pólverjar, Hollendingar, Belgar, Luxembúrgarar, Portúgalar og Spánverjar hafa allir tekið þátt í undirbúningi og beinu hernaðarsamstarfi. ESB sinnar kannast ekki við neitt og ausa þeim sem benda á þessa einföldu staðreynd og ausa þá sem segja sannleikann aur fyrir bragðið. Það eru þessi ofbeldisfullu viðbrögð þeirra sem er ekki síst þess eðlis að ESB andstæðingar sannfærast um að segja NEI við ESB. Menn fara ekki langt á lyginni hjá þjóðinni sem kann að leita sér upplýsinga fyrir utan þær sem eru matreiddar af Brussel áróðursmeisturum sem dæla milljörðum inn í áróðursstríðið hérlendis.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 10:38
Og þegar Tyrkir koma inn með sínar 72 - 77 milljónir manns, næst fjölmennasta landið þá og með næst mest vægið, mun okkar hlutfallslega vægi sannarlega enn minnka og fara að nálgast núllið.
Elle_, 13.8.2010 kl. 22:01
Og er ekki Króatía líka að fara að bætast við með milli 4 og 5 milljónir manns? Og kannski önnur lönd? Við munum enda með svo lítið vægi að það er ekki einu sinni fyndið.
Elle_, 13.8.2010 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.