Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
ESB hótar smáríki
Slóvakía hafnar þátttöku í björgunarpakka Evrópusambandsins handa Grikkjum með þeim rökum að óreiðurekstur eins ríkis eigi ekki að vera á ábyrgð annarra. Evrópusambandið lítur uppreisn Slóvaka alvarlegum augum þótt framlag þeirra skipti ekki sköpum.
Olli Rehn sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB hótar Slóvökum alvarlegum pólitískum afleiðingum vegna afstöðu þeirra. Slóvakía sem telur 4 milljónir íbúa heldur fram sjónarmiðum sem ganga þvert á málamiðlun stórveldanna í Evrópusambandinu um að Grikkjum eigi að bjarga vegna þess að annars gæti evran riðað til falls.
Evrópusambandinu munar ekki um peninga frá Slóvakíu. Evrópsk samstaða er í húfi og þegar svo er ástatt eru þjóðir barðar til hlýðni með hótunum.
Athugasemdir
Höldum þessu til haga þegar áróður ESB sinna þyngist
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.8.2010 kl. 13:07
Nú hafa þeir þarna í einangrunar-heimsveldinu hótað minnst 2 smáríkjum, Íslandi og Slóvakíu.
Elle_, 12.8.2010 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.