Spaugstofan óþörf, stjórnin sér um grínið

Spaugstofnan sem dægurgrín að stjórnvöldum er óþarft sjónvarpsefni. Jóhönnustjórnin er svo farsakennd stjórnsýsla að ekkert grín getur toppað það, jafnvel þótt þrautreyndir atvinnumenn eiga í hlut. Í dag er það viðskiptaráðherra og Jóhanna sjálf sem tvímenna í uppistandi sem heitir 'ég sá ekki lögfræðiálitið'.

Í gær var leikrit í boði forsætisráðuneytis um vanhæfismál nefndarmanna í Magma-nefnd og í morgun var boðað framhald.

Umsóknarbrandarinn er sérsgrein utanríkisráðherra sem treður upp í útlöndum og uppsker hlátur erlendra blaðamanna. Stykki Össurar heitir Sitjandi kjáni.

 


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Getur svo Jón Gnarr ekki séð um það sem uppá vantar ef eitthvað er?

Sigurður I B Guðmundsson, 10.8.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband