Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Spaugstofan óþörf, stjórnin sér um grínið
Spaugstofnan sem dægurgrín að stjórnvöldum er óþarft sjónvarpsefni. Jóhönnustjórnin er svo farsakennd stjórnsýsla að ekkert grín getur toppað það, jafnvel þótt þrautreyndir atvinnumenn eiga í hlut. Í dag er það viðskiptaráðherra og Jóhanna sjálf sem tvímenna í uppistandi sem heitir 'ég sá ekki lögfræðiálitið'.
Í gær var leikrit í boði forsætisráðuneytis um vanhæfismál nefndarmanna í Magma-nefnd og í morgun var boðað framhald.
Umsóknarbrandarinn er sérsgrein utanríkisráðherra sem treður upp í útlöndum og uppsker hlátur erlendra blaðamanna. Stykki Össurar heitir Sitjandi kjáni.
Engin Spaugstofa í vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getur svo Jón Gnarr ekki séð um það sem uppá vantar ef eitthvað er?
Sigurður I B Guðmundsson, 10.8.2010 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.