Erfiður dagur aðildarsinnum

Dagurinn var aðildarsinnum á Íslandi ekki happadrjúgur. Í gær gerðu þeir sér vonir um að RÚV hafi flutt fréttir af breyttri afstöðu LÍÚ til aðildarviðræðna; í dag var sýnt fram á að RÚV stundaði skáldskap en ekki fréttamennsku. Í morgun skrifaði Ögmundur Jónasson grein í Morgunblaðið sem tekur af allan vafa að hann fordæmir aðlögunarferlið að Evrópusambandinu.

Ögmundur var einn þeirra þingmanna Vg sem 16. júlí 2009 samþykktu að send skyldi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og gerði það væntanlega til að halda stjórninni á lífi. Eftir Morgunblaðsgrein Ögmundar þarf enginn að velkjast í vafa um afstöðu hans.

Þegar tillaga til þingsályktunar um að Ísland dragi umsóknina tilbaka kemur til afgreiðslu á alþingi má bóka stuðning Ögmundar.

Híróshímadagurinn er í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg er ekki sannfærður um að Ögmundur Jonasson kjosi með þvi að hætt stöðvað verði aðildarviðræður við Evropusambandið. Hann hefur itrekað lyst sig stuðningsmann þjoðaratkvæðagreiðslna. En eg trui þvi vel að hann muni sitja hja þegar þar að kemur.

Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:58

2 identicon

Því má heldur ekki gleyma að nokkrir sjálfstæðismenn kusu með aðildarviðræðum, og flestir sátu hjá. Ég er ekki viss um að það sé meirihluti fyrir því að hætta við aðildarviðræðurnar á þingi. En ef svo er ekki, þá er ég sammála Adolf Guðmundssyni um að það mikilvægt að reyna í það minnsta að ná sem bestum samningi við ESB.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 05:10

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hmmm... nokkrir sjálfstæðismenn, Bjarni? Það kaus einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins með umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, og einn sat hjá, varaformaðurinn fyrrverandi. Aðrir kusu gegn umsókninni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.8.2010 kl. 12:55

4 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Steingrímur J. sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu að hann væri mótfallinn aðild líkt og Ögmundur en hann vildi gefa þjóðinni kost á að velja/kjósa. Mótsögn? Alls ekki. Það hefur lengi verið ljóst að Ögmundur hefur verið andvígur aðild.

Hafþór Baldvinsson, 8.8.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband