Föstudagur, 6. ágúst 2010
Kjaraumræða er sérstakur heimur
Launaleiðrétting er annað nafn á kröfu um hærri laun. Aðgerðir slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru ótrúverðugar vegna þess að þráfaldlega hafa þeir neitað að upplýsa um launakröfur sínar. Starfsstéttir í verkfallsátökum geta ekki boðið upp á feluleik af þessu tagi nema rýra trúverðugleika sinn stórlega.
Eflaust eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ekki ofhaldnir í launum. Aðrar stéttir eru það ekki heldur. Í gildi er óopinber þjóðarsátt um að á meðan við vinnum okkur úr eftirmálum hrunsins eigi ekki að stofna til illdeilna á vinnumarkaði.
Til að ljúka á jákvæðum nótum: Þökk sé slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum að taka sér ekki talsmann lækna sér til fyrirmyndar og segja ráðherra málaflokksins sjúkdómsvald.
Biðja um launaleiðréttingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru oft búnir að segjast vera að horfa til launa lögreglumanna, sem eru hærri þó þau séu nú langt frá því að vera ánægjuleg
Óskar (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 12:54
Grunnlaun 20 ára slökkviliðsmanns eru rúmlega 160.000 krónur. Þetta eru upplýsingar sem koma frá þeim sjálfum.
Ef þessi maður sérhæfir sig svo og menntar sig áfram þá getur hann hækkað sig um einhverja þúsundkalla, eða 6 launaflokka hámark fyrir mikla menntun og sérhæfingu.
En ég veit ekki hvort þeir komist yfir 200.000 markið með því öllu saman. Grunnlaun löggu eru rétt rúm 200.000 og tollarar með rúmlega 215.000.
Svipað grunnnám nema hvað það verður talsvert meira hjá slökkvaranum skilst mér.
Almennt eru menn sem eru í samningaviðræðum ekki að tala um kröfur í fjölmiðlum. Reynt er að klára það við borðið, það er venjan.
En þeir hafa nefnt að þeir vilji fá svipað og löggurnar fengu um daginn sem var einvher 6.500 krónur á grunnlaun og þeir allra lægstu, þeir sem þá voru með undir 200.000 ef ég man rétt fengu einhvern 2.000 kall meira.
Þetta var það sem þeir vildu fá smkv fjölmiðlum... sem við þurfum reyndar að passa okkur því þeir geta ekki einu sinni endurritað upp úr dómsorðum rétt, ítrekað klúðra þeir því.
Hallur (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.