RÚV í ESB-leiðangri

Fréttastofa RÚV er í tvo daga búin að reyna koma því inn hjá hlustendum sínum að LÍÚ hafi skipt um afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Fyrst afflutti fréttastofan orð formanns LÍÚ og í kvöld kemur þessi texti

Útgerðarmenn sem Fréttastofa hefur rætt við í dag eru margir hverjir sammála formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna um að halda beri áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ná eins góðum samningum og kostur er. Með því sé alls ekki verið að viðurkenna að ganga skuli í ESB, enda sé það ekki skoðun LÍU. Hinsvegar verði að tryggja að þær viðræður sem hafnar eru af íslenskum stjórnvöldum leiði til bestu niðurstöðu fyrir Ísland. 

Nafnlausar heimildir fréttastofu eru líkast til upplognar. Fréttamaður með snefil af sjálfsvirðingu léti það ekki viðgangast að afstaða til Evrópusambandsins sé nafnlaus. Er fréttastofa RÚV komin á styrk frá Evrópusambandinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löngu kominn tími á að stofnunin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar og að stöðva þessa pólitísku spunavél Samfylkingarinnar og peningabrennsluofn.  Hún skýrir helst ekki frá staðreyndum heldur reynir að hanna atburðarrás sem hentar pólitískum skoðunum stjórnenda þegar mikið liggur við eins og í tilfelli ESB, vegna þess að aðeins 25% þjóðarinnar sér ástæðu í að henda 7 milljörðum í "að kíkja aðeins í pakkann".

Gæti verið að Óðinn Jónsson fréttastjóri og Páll Magnússon útvarpsstjóri eru búnir að fá dágóðan skerf af öllum milljörðunum sem ESB er að útbýta í að "kynna" málstaðinn fáfróðum landanum?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 01:29

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mér fannst þessi frétt vera á þann hátt að LÍÚ 'vildi það besta sem kostur væri á' ... Ef þetta er logið upp á LÍÚ þá finnst mér að það verði að komast til botns á því. Það eru margir útsendarar frá og fyrir ESB og það er skilda okkar að halda sterkri baráttu gegn þeim. Takk fyrir þessa skíringu og maður andar léttar ef þetta eru rangar fréttir.

Valdimar Samúelsson, 6.8.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband