Tveggja þrepa blekking aðildarsinna

Aðildarsinnar á Íslandi eru löngu hættir að rökstyðja málstaðinn og útskýra hvers vegna við ættum að verða aðilar að Evrópusambandinu. Aðalmálið hjá aðildarsinnum er að ,,klára ferlið". Með þessum málflutningi fullkomna aðildarsinnar tveggja þrepa blekkinguna sem hefur þvælt okkur út í aðlögunarferli að Evrópusambandinu.

Í fyrsta þrepinu var þjóðinni talin trú um að aðildarviðræður við Brussel væru óskuldbindandi þar sem sendinefndir ræddust við og úr yrði samningur sem þjóðin tæki afstöðu til.

Evrópusambandið býður ekki upp óskulbindandi viðræður. Í boði er aðlögunarferli, accession process, þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglur ESB yfir samningstímabilið. Þegar kemur að þjóðaratkvæði standa þjóðir frammi fyrir orðnum hlut. Ferlið var hannað fyrir ríki Austur-Evrópu sem bjuggu ekki við stofnanakerfi Vestur-Evrópuþjóða. Ísland fer í þetta aðlögunarferli í haust.

Í öðru þrepi blekkingarinnar felst að telja þjóðinni trú um að nauðsyn sé að ,,klára ferlið" til að sjá samningsniðurstöðuna. Allir sem kynna sér Evrópusambandið vita að samningsniðurstaða er aðeins um tímarammann sem umsóknarþjóð fær til að ljúka aðlögunarferlinu, þ.e. taka upp lög og regluverk sambandsins.

Fréttastofa RÚV hannað í gær frétt um að formaður LÍÚ hefði bitið á agn aðildarsinna og vildi ljúka ,,ferlinu." Viðbrögð aðildarsinna voru slík að þeir þóttust himinn hafa höndum tekið - og staðfestir það einarðan ásetning þeirra að blekkja þjóðina til fylgis við aðlögunarferlið.

Við eigum ekki að taka þátt í spunaverki Samfylkingarinnar þar sem þjóðarhagsmunir eru í veði. Í haust samþykkir alþingi fyrirliggjandi þingsályktun fullrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga aðildarumsókn Íslendinga tilbaka.


mbl.is „Verðum að reyna að ná góðum samningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðildarsinnar hafa alla tíð haldið því fram að engir samningar verði gerðir nema að við fáum undanþágur varðandi reglur hvað varðar fiskveiðar ESB ríkjanna innan landhelginnar og að auki hvað aðrar náttúruauðlindir og gott ef ekki landbúnað að auki.

Stækkunarstjóri ESB tróð bulli Össurar um "undanþáguveitingarnar góðu" þversum ofan í hann aftur.  Engar varanlegar undanþágur eru veittar. - PUNKTUR! -  Málið steindautt. - Case closed!

Okkur er óhætt að leggja tíma hundruðir "sérfræðinga" sem, eru að pæla í gegnum regluverkið og sjö milljarðanna sem betur væri varið í "skjaldborg heimilanna."

Aðildarsinnar kalla eftir milljörðum á miljarða ofan frá aðalstöðvunum í Brussel til að reyna að kaupa almenning, blaðamenn og álitsgjafa, sem og til að halda Baugsmiðlunum gangandi.  Til að halda uppi "upplýstri umræðu". 

Hvað eru ESB fíklar Samfylkingarinnar búnir að hafa marga áratugi til að halda uppi "upplýstri umræðunni" með 25% árangri. 

Heil 25% þjóðarinnar kaupa Evrópudrauminn, og þar af ekki nema 60% kjósenda Samfylkingarinnar.

Hvað yrði sagt ef að Bandaríkjamenn, Rússar eða Kína myndi íhlutast jafn gróflega í innanríkismálefni þjóðarinnar og leggja fram 4 - 5 milljarðar til að tryggja að "upplýst umræða" um ESB færi fram um hvers vegna þjóðin ætti að hafna inngöngunni í ESB og snúa sér til þeirra?  Slíkt yrði stöðvað samstundis. - Og hver er munurinn á að Evrópubandalag fjöldi þjóða skuli fá að gera slíkt óáreitt? 

ESB er draumur auðrónanna og útrásarglæpagengjanna í að skera sig úr snöru réttlætisgyðjunnar, og sjá Samfylkingarliðar um það. 

Icesave og ESB er sitt hvor hliðin að sama peningnum.  -  Júdasarsilfri Baugsfylkingarinnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Nýlega skrifaði Bergvin Oddsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, grein í Fréttablaðið. Þar líkir hann aðlögunarferlinu við kaffispjall.

... vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB.

Ég held að þetta sé allt meðvitað hjá aðildarsinnum; grein Bergvins í júlí, styrkjagrein Baldur Þórhallssonar í síðustu viku, furðuleg fiskveiðigrein Jón Steindórs Valdimarssonar í gær og svo grein eftir Gunnar Hólmstein Ársælsson í dag þar sem hann reynir að fegra skrifræðið í Brussel.

Allar greinarnar að sjálfsögðu birtar í Fréttablaðinu.

Haraldur Hansson, 5.8.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Haraldur; Þess má geta að Bergvin Oddsson elst upp í Vestmannaeyjum, innan um útgerð og fiskvinnslu afa síns sem ber sama nafn. Hann hefur því betri þekkingu á þeim málaflokki en margur annar. Þér færi betur að reyna að gagnrýna grein hans með málefnalegum hætti frekar en að reyna að gera lítið úr honum vegna þess hvernig hann kemst að orði á einum stað. Þá er einnig billegt að segja grein Jón Steindórs furðulega án þess að nefna neitt sem gæti stutt það álit þitt.  

Atli Hermannsson., 5.8.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Atli: Fyrirtæki sem flytur út framleiðslu sína til Bandaríkjanna getur kosið að gera upp rekstur sinn í US$ af hagkvæmnisástæðum. Það þýðir ekki að eigendurnir vilji að Ísland gangi í USA.

Fyrirtæki sem flytur út framleiðslu sína til Evrópu getur á sama hátt kosið að gera upp í evrum, af hagkvæmnisástæðum. Það jafngildir því ekki að eigendur vilji að Ísland gangi í ESB.

Í báðum tilfellum eru menn að velja hagkvæma leið til að gera upp tekjur og gjöld í rekstri. Þessu teflir Bergvin fram sem andstæðum, sem er argasta rökleysa. Og að maður í framkvæmdastjórn flokksins sem leiðir ríkisstjórn líki aðlögunarferlinu við kaffispjall er enn verra.

Eflaust er Bergvin þessi vænsti piltur, eins og títt er um Eyjamenn, með ágæta innsýn í útgerð og fiskvinnslu. En það er engin trygging fyrir því að hann fjalli málefnalega um Evrópusambandið, eins og greinin sem ég vísaði á ber glöggt vitni. Greinin er á köflum kjánaleg.

Varðandi grein Jóns Steindórs vísa ég á þessa færslu.

Haraldur Hansson, 6.8.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband