Samfylkingarliðið fellur fyrir eigin spuna

Samfylkingarliðið sem stendur að umsókn Íslands að Evrópusambandinu er svo magnþrota og ráðlaust að þegar formaður LÍÚ segir ekki ,,raunhæft" að draga umsóknina tilbaka telja aðildarsinnar að straumhvörf séu orðin í umræðunni. Lýsnar detta af höfði Egils Helga og hjárænurnar kætast.

Samfylkingarfólk telur að andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu spretti af hagsmunum útgerðarmanna. Spunalið flokksins hefur haldið þessu fram í áranna rás og dropinn holar steininn. 

Andstaðan við aðild Íslands byggir á sannfæringu um að fullveldinu sé best borgið í höndum okkar sjálfra. Hagsmunir einstakra atvinnugreina eru ekki afgerandi fyrir andstöðuna við aðild Íslands.

Umsóknin um aðild Íslands er alfarið á ábyrgð Samfylkingar sem fékk rúm 29 prósent við síðustu þingkosningar. Eftir samþykkt umsóknarinnar í Brussel hefst aðlögunarferli að Evrópusambandinu sem er í hæsta máta ólýðræðislegt þar sem stjórnmálaflokkur með minna en þriðjungsfylgi ræður för.

Fyrir alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um að draga umsóknina tilbaka. Fulltrúar allra flokka nema Samfylkingar eru flytjendur tillögunnar. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði til stuðnings tillögunni á landsfundi sínum í sumar og í haust um Vg gera það sama.

Afstaða LÍÚ er aukaatriði í þessu samhengi.

Samfylkingarumsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu á að draga tilbaka.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað er ekki lengur raunhæft að draga umsóknina til baka. En samt er einkennilegt að LÍÚ telji nauðsynlegt að ná góðum samning!  Ég hefði haldið að það væri aukaatriði. Innganga í klúbbinn verður að byggjast á öðrum forsendum en einhverjum tímabundnum undanþágum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.8.2010 kl. 23:30

2 identicon

Er búinn að hlæja mig máttlausan í kvöld við að lesa mannvitsbrekkur eins og Egil, Evrópusamtökin og alla ESB fræðingana með snillinga.  Þetta er afar snjall pr - leikur af LÍÚ að slá vopnin gjörsamlega úr höndum ESB fíklanna og koma sér úr þeirri stöðu að vera málaðir fulltrúar alls hins illa og ástæðu þess að þjóðin verði að ganga í ESB.  Allt í einu segjast LÍÚ - arar endilega vilja vinna að góðum samningi.  Og hverja hafa ESB fíklar þá til að grenja og orga yfir?  Jú... auðvitað Dabba vonda.  Hann er núna orðinn óvinur ESB No.1. 

Eiður Guðnason lífstíðarkerfissuga sem sagði upp Mogganum vegna ritstjórans, getur ekki á sér heilum tekið hversu harður Davíð er að skrifa gegn Evrópudýrðinni sinni.  Samt hefur snillingurinn fullyrt að engin lesi blaðið eftir að Davíð gerðist ritstjóri.  En málið fer eitthvað að flækjast fyrir öllum fíklunum vegna þess að Davíð á að vera varðhundur LÍÚ.  Mun hann verða eins og ritstjórar Baugsmiðlanna og hlýða skipunum eigenda, eða mun hann sýna sitt rétta andlit...????  Stay tunned...!!!

Það verður spennandi að sjá hvernig dýrðarsamfélaginu gengur að búa til álíka hættulegan andstæðing og LÍÚ var, fyrir alla milljarðana sem þeir ætla að nota til að reyna að kaupa atkvæðin sem hysjar þá eitthvað uppúr 25% stuðningnum. 

Hvernig stendur annars á því að engar reglur innlendar eða alþjóðlegar virðast vera til um svona grófa íhlutun erlendra ríkja í innanríkismál þjóða eins og í tilfelli ESB hér og birtist á þennan einstaklega ógeðfelda hátt eða mútum og áróðri?   Hvað yrði sagt ef USA, Kína eða Rússar myndu nota þessar aðferðir hérna til að reyna að kaupa sér völd og áhrif? .... Ekkert?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 23:50

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er til fullt af skynsömu fólki á Íslandi og þar á meðal hjá LÍÚ. Einn slíkur tjáði sig í dag og það er vel. Við Samfylkingarfólk eru auðvitað ánægð með hvern þann sem hugsar af skynsemi um þessi mál og vill ljúka aðildarviðræðum og ná sem bestum samningi fyrir Ísland.

Annað er ekki raunhæft og í raun með ólíkindum að einhverjum skyldi svo mikið sem detta það í hug að draga umsóknina til baka, hvað þá að segja slíka fyrru upphátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.8.2010 kl. 02:07

4 identicon

 Hólmfríður skrifar ma.:

"Annað er ekki raunhæft og í raun með ólíkindum að einhverjum skyldi svo mikið sem detta það í hug að draga umsóknina til baka, hvað þá að segja slíka fyrru upphátt." 

Það er ekki nema 70% þjóðarinnar sem eru þá EKKI jafn gáfuð og þú með að vilja draga vitleysuna til baka.  Síðan má spyrja á móti hverjum datt slíkur fáránleiki í hug að hefja vonlaust ferlið með slíkan minnihluta á bak við sig?  Með því er búið að skaða þjóðfélagið gríðarlega. 

En lugu þið því ekki til að aðeins væri um könnunarviðræður að ræða?  "Að fá að sjá hvað er í pakkanum?" Hvenær urðu þær að umsókn og hver ber ábyrgð á svikunum við þjóðina?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 02:52

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sýnir ef til vill hæfi leika sumra sem "blaðamanns" að telja afstöðu og áherslubreytingu LÍÚ aukaatriði.

Þetta eru stórtíðindi og sundurlaus og samhengislaus texti þessa bloggs sýnir að ritara er brugðið og veit ekki alveg hvernig hann á að tækla þetta. Það fjölgar hratt í hópi þeirra sem hugsa þessi mál af skynsemi og það er vel.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2010 kl. 08:32

6 identicon

1. Það er ekki Samfylkingarlið sem stendur að umsókn Íslands heldur Alþingi. 2.Samfylkingarmenn fagna ummælum fulltrúa Líu. Grundvallarhagsmunum sjávarútvegs eins og annarra greina er best borgið innan ESB. 3. Andstaða við Esb getur bygggst á mörgum ólíkum atriðum. Ótti við valdaafsal er eitt.  4. Það er alveg sama hvað Páll staglast oft á því að Samfylkingin ráði öllu í Evrópumálum, það er einfaldlega ekki rétt. 5. Það eru alvarleg mistök að draga umsóknina til baka. Með því væri þjóðin svipt möguleikanum á upplýstri umræðu um málið og lýðræðislegri ákvarðanatöku. Tökum Norðmenn okkur til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Blogg Páls er einkennilegt. Hann virðist hafa örfá atriði á heilanum og síðan þrástaglast hann á þessum atriðum í öllum pistlum sínum.

hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 09:35

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samfylkingin hefur haft ESB-aðild á dagsskrá frá stofnun og haft allan þann tíma til að leiða "upplýsta" umræðu. Umræða Sf hefur þó helst snúist um ódýra kjúklinga, styrkjabetl og verðbætur eins og styrkir og verðtrygging séu tekin úr loftinu í ESB. Ráðstöfun eigin auðlinda og fullveldi hefur ekki komist á dagsskrá.

Eftir allan þennan tíma hefur Sf ekki enn sett fram samningsmarkmið og engar líkur á að það gerist, því það gæti tafið fyrir inngöngunni. Og það má auðvitað ekki gerast.

Nú hefur LÍÚ leikið illilega á ESB-sinnana og þá þarf að finna nýjan óvin. Og "Upplýsta" umræðan situr áfram á hakanum á meðan Sf sendir spunaliðið gegn Davíð.

Ragnhildur Kolka, 5.8.2010 kl. 10:48

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Páll er flottur og gegnheill og harður andstæðingur ESB aðildar og berst fimlega af stakri rökfimi fyrir fullu og óskoruðu fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar !

Hvað hagsmunasamtök eins og ASÍ eða LÍÚ eða SA eða svona elítur segja eða ákveða það skiptir bara alls engu máli í þessu ESB máli, þegar upp verður staðið.

Því á endanum verður það grasrótin og sjálfstæð þjóðarsálin sem mun algerlega hafna ESB- helsinu, sama hvað allar svona elítur segja eða vilja.

Gunnlaugur I., 5.8.2010 kl. 10:52

9 identicon

Einn einn Samfylkingarsnillingurinn og spunafræðingur hrafn Arnarson kveður sér hljóðs og fullyrðir að það er "ALÞINGI" sem er að reyna að færa okkur ESB dýrðina.  Sama "ALÞINGI" og nýtur trausts nærri 10% þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun.  Sama "Alþingi" og vill ganga að því að greiða ofbeldis og ólögvörðum Icesave reikningi gegn vilja 98.2% þjóðarinnar. 

EKKERT ICESAVE - EKKERT ESB.  Sitthvor hliðin á sama peningnum.

Nei snillingur Hrafn.  Í báðum málum eru það öfga glæpahyglunnarhluti Samfylkingarinnar, Baugsfylkingin (sem er það nafn sem hann gengur undir í daglegu máli), sem berst fyrir ESB inngöngunni og skilyrðislausri Icesave uppgjöfinni, og þú og Hólmfríður tilheyrið. 

40% kjósenda Samfylkingarinnar vilja að hætt verði við ESB bjölluatið STRAX.

Samfylkingin með sín 30% atkvæði í liðnum kosningum er EINN FLOKKA sem berjast fyrir ESB aðildinni.  Þas. 60% kjósenda flokksins. 

Þú skalt ekki leyfa þér að eigna þér og Baugsflokknum þínum vilja "ALÞINGIS" (frekar en ÞJÓÐARINNAR), ofbeldisatkvæði neydd út úr þingmönnum Vg sem munu segja KLÁRT NEI þegar að endanlegri atkvæðagreiðslunni kemur.

Villtu ekki skýra fyrir okkur allt hitt sem þú veist um spillingarhlið Samfylkingarinnar Baugsfylkinguna og tengingunni á milli Icesave og ESB?  Sitthvor hliðin á sama peningnum. 

70% þjóðarinnar segir STOPP á umsóknarferlið og það STRAX, og það er það sem skiptir máli.  Ekki þú eða skoðun ykkar Baugsfylkingarliða sem gangið erindi auðróna og glæpagengisins sem rústlögðu landi og þjóð.  Fáránleiki innlegg þíns er í góðu samhengi við innræti þeirra sem þú gengur erinda.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 13:02

10 identicon

Jón Ingi Cæsarsson.  Hvað ert þú...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband