ESB-stefna Samtaka iðnaðarins án umboðs félagsmanna

Samtök iðnaðarins voru útrásarárin helstu talsmann Evrópusambandsaðildar Íslands. Samtökin bæði fjármögnuðu áróður fyrir aðild og höfðu á launum hjá sér fólk gagngert til að afla aðild fylgis. Rökin sem  samtökin beittu fyrir sér voru þau að félagsmenn samtakanna vildu aðild að Evrópusambandinu.

Á heimasíðu Samtaka iðnaðarins segir

Aðild að ESB er stórmál og um það þarf að ríkja sem best samstaða. Þess vegna hafa SI lagt mikla áherslu á að kanna vel hug sinna félagsmanna til þessa máls

Þegar útrásin stóð í algleymi var meirihluti félagsmanna hlynntur aðild. Þegar leið á útrásartímann fækkaði þeim sem vildu aðild og þeim fjölgaði sem voru á móti.

Hvað gera Samtök iðnaðarins? Jú, þau hætta að mæla vilja félagsmanna. Síðasta könnunin var gerð 2007 og þá voru 39 prósent andvíg aðild en 43 prósent hlynnt og var það minnsti munur um árabil.

Líkur eru á að þorri félagsmanna Samtaka iðnaðarins sé andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samtökin eru umboðslaus þegar þau láta frá sér stuðningsyfirlýsingu við umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband