Arion kætist með Jóni Ásgeiri

Bakhjarl Jóns Ásgeirs á Íslandi er Arion banki sem leyfir Baugsfjölskyldunni að stýra Högum. Jón Ásgeir notar veltufé Haga til að halda uppi fjölmiðlaveldi sínu í 365 miðlum. Arion hlýtur að kætast þegar Jón Ásgeir sannar hversu snjall fjármálamaður hann er og duglegur að tryggja sinn hag.

Slitastjórn Glitnis endasendist heimsenda á milli að sækja illa fengið fé Jóns Ásgeirs á meðan Arion meðhöndlar Jón Ásgeir sem viðskiptavin í úrvalsflokki.

Viðskiptavinir Arion banka hljóta að velta fyrir sér samfélagsvitund bankans.


mbl.is 585.648 bresk pund kyrrsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega er þessi slitastjórn ill við Íslandsvininn Jón Ásgeir. Mátti hann ekki stela þessu undan ? Á hverju á svona vinur að lifa ? Ég bara spyr.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 19:25

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hann verður að fá sér vinnu maðurinn ef hann verður svo heppinn að fara ekki í fangelsi Örn... Já Páll það er alveg merkilegt hvað þessum manni er búið að takast að halda sér á floti lengi með hjálp úr alveg ótrúlegustu áttum hummm...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.7.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fólk ætti ekki að koma nálægt Arion banka meðan hann hagar sér svona. En því miður heldur fólk áfram að versla í Bónus og eiga viðskipti við Arion. Jón Ásgeir virðist vera í dýrlingatölu hjá Íslendingum. Lærum við aldrei og ætlum við endalaust láta vallta yfir okkur?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.7.2010 kl. 20:03

4 identicon

Skil ekki fólk sem verslar við fyrirtæki hans !

Það er bara engu betra og greinilega er alverg sama um þátt þessa aumingja í öllu hruninu

BARA SKIL ÞAÐ EKKI !!!!

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 20:11

5 identicon

Farsinn minnir orðið á þegar unga fólkið sem ekki var hægt að nota í sveitonum í USA í den tid, kom til borganna sem voru óðum að rísa, keyptu sér skammbyssu og rændu banka, keyrðu um á hraðskreiðum bílum og stungu lögguna af, og vei þeim sem reyndu að stoppa liðið af. Glamúrparið frá Íslandi sem tekið er eftir á Manhattan í dag, gætu verið líkt og nútíma Bonny and Clyde, þar sem búið væri að uppfæra gömlu stælana með kúlulánum í staðinn fyrir hvínandi byssukúlur.

Robert (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 20:38

6 identicon

ég vesla þar sem er ódírast ég hef ekki efni á öðru.

gisli (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 21:42

7 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

munar ekki miklu á kosti og Nettó á móti þessum búllum kókhippaaumingjans!

Ólafur Vigfús Ólafsson, 31.7.2010 kl. 00:31

8 identicon

Versla ekki allar keðjurnar við sömu heildsölurnar sem eru jú í eigu jóns?

guggi (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 02:47

9 identicon

Gisli + Ólafur:

Á meðan JÁJ og JJ stýra Bónus, Hagkaup ofl. þá munar miklu að versla í Bónus eða t.d. Kosti. Bónus er að minnsta kosti 5-10x dýrari, reikningurinn kemur bara eftirá.

Björn (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband