Nýlendustefna ESB gegn Íslandi og Færeyjum

Ísland á margra sameiginlegra hagsmuna að gæta með Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Hagsmunir Íslands og Evrópusambandsins eru aftur á móti í mörgum tilfellum ósamrýmanlegir. Evrópusambandið lítur á NV-Atlantshafið sem auðlindasvæði á líkan hátt og Evrópuþjóðir litu til skamms tíma á Afríku.

Nýlenduhugarfarið í Brussel kemur fram í yfirgangi gagnvart smáþjóðum.

Eina vörn smáþjóðanna er að standa saman utan Evrópusambandsins.


mbl.is Vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það lítur óneitanlega þannig út.

Nú sem oft endra nær er þetta svo, en gott er þegar sannleikurinn sést. 

Það á engu skynsömu fólki að detta í hug að ganga í þetta stórfélag útrunnina evrópskra pólitíkusa.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:13

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Páll talar um eitthvert bandalag fyrir utan ESB. Það stendur saman af Noregi, Grænlandi og Færeyjum. Ísland á víst að geta gengið í það, nema hann telji að það sé hlutverk Íslendinga að stofna það. Allt eru þetta fyrrverandi nýlendur Dana. Kannski bara tilviljun? Páll talar fyrir munn Heimssýnar sem er samsafn leigupenna úr Sjálfstæðisflokknum. Hvað á að kalla þetta nýja hagsmunabandalag sem Páll talar um hérna? LSD? Aðgöngumiðinn að því er þerripappír á tunguna.

Gísli Ingvarsson, 29.7.2010 kl. 13:43

3 Smámynd: Elle_

Góður pistill, Páll.  Og vafalaust lítur Evrópumiðstýringarbáknið á norðursvæðið með auðlinda-gróða í huga, ekki vegna þess að þeim sé annt um alþýðuna sem þeir vilja kúga með ólögvarðri kröfu. 

Elle_, 30.7.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband