Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Samfylkingarafsökun Björgólfs
Björgólfsfeðgar áttu Landsbankann og að auki margvísleg ítök í viðskiptalífi hér heima og erlendis. Feðgarnir voru nógu umsvifamiklir til að móta eigin viðskiptakúltúr. Björgólfur eldri var hokinn reynslu þegar hann keypti Landsbankann. Hafskipsmálið ætti að vera lexía mönnum með eðlilega dómgreind.
Björgólfsfeðgar stigu ekki varlega til jarðar í sínum viðskiptum. Þeir voru undir sömu sökina seldir og hinir auðmennirnir sem í tæpan áratug fóru ránshendi um íslenskt samfélag.
Björgólfur reynir að klína hrunmenningunni á Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn með því að skrifa einkavæðingu bankanna á þeirra reikning. Málflutningurinn sýnir hvaða mann Björgólfur geymir; honum varð ekki bumbult af því að njóta einkavæðingar bankanna og fékk meira að segja lánað hjá Búnaðarbankanum til að kaupa Landsbankann.
Gagnrýnir einkavæðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.