Þriðjudagur, 27. júlí 2010
Samtök afneitara vilja Magma-afréttara
Ekki kemur á óvart að Vilhjálmur Egilsson tali enn útrásartungum. Hvorki Vilhjálmur né samtökin hans hafa gert upp við fortíðina þar sem óreiðufólkið stjórnaði ferðinni í efnahagslegri plastveröld. Magma er útrásarafréttari til að fresta timburmönnunum.
Á þingmannsárum sínum barðist Vilhjálmur m.a. fyrir því að sumartími yrði tekinn upp hér á landi til að auðvelda millilandaviðskipti. Framkvæmdastjórinn var trúverðugri í den.
Pólitísk leiktjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svei mér þá ef við erum ekki sammála Páll.
hilmar jónsson, 27.7.2010 kl. 21:06
Hann ver Baugsmafíuna enda Jón Ásgeir sem tryggði honum embættið. Hann sér ekkert athugavert við 60 - 70% markaðseinokun feðganna á dagvörumarkaði, eins og hefur komið skýrt fram í viðtölum við hann. Það eru til góðir og slæmir kapítalistar. Vilhjálmur er á pari við Baugsgengið og seint verða þeir flokkaðir í hóp þeirra góðu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 14:02
Undarlegt að Jón Ásgeir hafi stutt Vilhjálm, í ljósi þess að Vilhjálmur ásamt Davíð Oddsyni studdi fjölmiðlafrumvarpið umdeilda, sem Ólafur Ragnar ákvað að neita að skrifa undir.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.