Ísland, Tyrkland og ESB

Evrópusambandið er félagsskapur mótaður af meginlandsþjóðum vestast á þessum útskaga Asíu. Fyrirmyndin er sótt í ríki Karlamagnúsar sem gerði sér höfuðborg í Aachen skammt frá Brussel. Helsti keppinautur Karlamagnúsar í Evrópu var Býsans þar sem nú er Tyrkland.

Tyrkir sóttu um aðild að Evrópusambandinu fyrir 20 árum en er ekki hleypt inn. David Cameron forsætisráðherra Breta flytur ræðu í dag í Ankara þar sem hann fordæmir útilokun Tyrkja. Þjóðverjar og Frakkar standa gegn inngöngu múslimaþjóðarinnar.

Evrópusambandið útilokar Tyrki vill gjarnan innlima Ísland í sambandið. Ísland á það sameiginlegt með Tyrkjum að tilheyra ekki kjarnasvæði Evrópu. Munurinn á misjafnri viðtöku í Brussel er að Evrópusambandið lítur svo á að Ísland er viðbót við nýja Evrópuríkið en Tyrkland í krafti stærðar tæki sæti við hlið Frakka og Þjóðverja sem forysturíki Evrópusambandsins.

Á dögum ríkis Karlamagnúsar  fluttu vestnorrænir menn til eyju á miðju Atlantshafi. Þar búa þeir enn og vilja sem minnst vita af valdabrölti á meginlandi álfunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband