Laugardagur, 24. júlí 2010
Hlutverkaskipti Samfylkingar og Vg
Til skamms tíma var Vinstrihreyfingin grænt framboð jaðarflokkur í íslenskum stjórnmálum en Samfylkingin stóð nærri miðju. Evrópustefna Samfylkingarinnar og auðmannadekur hefur málað flokkinn út í horn á meðan Vg sýnir sig vera ábyrgan flokk hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Eftir hrun er lítill áhugi hjá þjóðinni að fara í pólitískar útrásaræfingar með umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Ríkjandi er tortryggni gagnvart fjárfestingum útlendinga hér á landi, einkum ef um er að ræða auðlindir. Í þessum málaflokkum báðum er Vg með stefnu sem höfðar til þjóðarinnar á meðan Samfylkingin er jaðarflokkur.
Vg stjórntækur flokkur en Samfylkingin er ekki húsum hæf.
Draugasögur um afarkosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvótakefið er ástæða spillingar innan stjórnarstéttar, Fjórflokksmafíunar sem ríkir hér á landinu. Þessi mafía hefur blóðmjólkað hvert einasta mannsbarn sem er fætt og ófætt Í ÍSLENSKU ríki. Kvótakerfið er eingöngu ætlað auðvaldinu og fólk...i sem er innan auðvaldsins, sem er Líú, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking í núverandi þáverandi og þessar flækjur eða spilling úr gömlum röðum manna sem hafa það eitt markmið, að auðræna þjóðina lýðræðið og deila því til Fjölskildumeðlima sem bannað er samkvæmt stjórnarskrá Íslands, En því miður ná þeir alltaf að strá riki í augun á almenningi. sem Þegir yfir nánast öllu sem gerist, Við hefum það vandamál, að þjóðin segi ekki neitt og haldi sig bara hugsa upp fyrir sín vandamál. Pólitík stjórnarráðið og ríkið er ætlað öllum sem vilja búa á þessu landi til lengri tíma. Þar sem þetta land er Lýðræðislegt. Og ættu því allar Kynslóðir að hugsa um landið Og aðlindir íslands, Sem ætti í raun að koma öllum til góðs hvort sem það er fiskur vatn eða orka peningar auðvaldsins á kvótanum er bara yfirhilming yfir valda græðslu og missmunun á fólkinu sem er siðleysi. Reiði eða vonbrigði yfir því að núverandi stjórn sé að missa kraftinn , svíkja öll loforð um að taka út menn sem sinna spillinguni innan allra stjórnarstétta landsins hvort það séu sýslumenn eða aðrir blóðmjólkendur. Verða umsvifa laust að látta sig hverfa út úr ríkisstéttini svo Þjóðin fái lýðræðið sitt aftur. Auðvaldið er búið að vera meðan þjóðinn sofnar ekki. Þjóðinn er peningur sem embætismenn forðum gegnu að peningum lýðveldisins af ofsósa þessi tími er ekki liðinn en innan stjórnarstéttarinar. Svo áhlaup um að fólk hætti þöglum mótmælum og fái lýðræðið aftur hættir ekki að berjast við fjórflokksmafíuna.
Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 16:28
Nei, get ekki verið sammála að VG sýni sig sem ábyrgan flokk. VG kaus með EU-umsókn og sveik kjósendur í stórum stíl. Og FYRST OG SÍÐAST kaus VG með ICESAVE-NAUÐUNGINNI, nema Lilja M. og Ögmundur, og Steingrímur var SVKIKULL, SVIKULL í öllu ICESAVE-málinu. Óþarfi að mæla með ICESAVE-FLOKKI VG.
Elle_, 24.7.2010 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.