Evran og lífskjör í ESB

Aðildarsinnar klifa á kostum þess að fá evru sem gjaldmiðil. Skilaboðin eru þau að með evru myndu lífskjör batna á Íslandi. Þorsteinn Pálsson skrifar í Fréttablaðið í dag

Sjálfstæðisflokkurinn og VG ætla að treysta á krónuna til frambúðar. Á sama tíma hafna útvegsmenn henni vegna óhagræðis. Þeir ætlast hins vegar til að heimilin sætti sig við það óhagræði. 

Bókhaldslegt uppgjör í evru eða dollar fyrirtækja í útflutningi er fullkomlega eðlilegt. Áróður Þorsteins um að heimilin sitji uppi með ,,óhagræði" af krónunni er tilraun til að fá fólk til að trúa að mynt skapi auð. Fast gengi er engin trygging fyrir stöðugleika eins og Lettar þekkja á eigin skinni.

Lífskjör hér á landi eru til muna betri en að meðaltali í evru-löndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því heldur ekki að "mynt skapi auð". Hins vegar hef ég komist að því í gegnum árin að hægt er að græða á ólíkri verðþróun mynta, ef maður er réttum megin í lífinu. Þannig græða útgerðarmenn á því að hafa tekjur í erlendri mynt en launakostnað í sífellt verðminni íslenskum krónum. Er nema von að þeir vilji halda í íslensku krónuna.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: Elle_

FJÁRFESTAR FLÝJA EVRUNA

Mikið fjárstreymi til Sviss veldur stjórnvöldum þar í landi áhyggjum. Fjárfestar flýja evruna og peningar koma einnig annars staðar frá.

FJÁRFESTAR FLÝJA EVRUNA.

HINS VEGAR VIL ÉG AÐ VIÐ TÖKUM UPP US DOLLAR.  RÆÐ VÍST ENGU UM ÞAÐ.

Elle_, 24.7.2010 kl. 22:19

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ómar, einmitt. Og ef við tækjum upp evru og hún værir veikari en dollarinn fengjum við að heyra það sama gagnvart fyrirtækjum sem gerðu upp í dollurum. Svo ekki sé talað um það ef evran heyrði sögunni til og við yrðum hugsanlega að taka upp nýja íslenzka krónu eða eitthvað þaðan af verra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.7.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband